Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar 25. október 2025 08:31 Við notum öll bjargráð, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.Þau eru svör líkamans sem reynir að skapa öryggi þegar eitthvað innra með okkur skelfur. Þegar við upplifum spennu eða áföll reynir líkaminn að finna leið til að róa sig. Hann lærir að eitthvað virkar, t.d. hreyfing, samtal eða hlátur.En stundum finnur líkaminn leið til róar í bjargráðum sem virðast saklaus, þ.e. að vinna meira, hafa ofstjórn á umhverfinu eða leita í áfengi eða sætindi. Það sem byrjaði sem viðbragð getur orðið mynstrið sem heldur okkur föstum. Þetta er ekki veikleiki. Þetta er merki um líkama sem lifði af, en gleymdi að hættan væri búin. Ég veit þetta af eigin raun. Ég starfaði árum saman sem lögreglumaður. Ég sá hluti sem flestir vilja ekki sjá og upplifði aðstæður sem enginn maður ætti að venjast. Fyrst fannst mér ég takast vel á við starfið, ég var rólegur, yfirvegaður og klár í verkefnin. En með tímanum fór ég að finna að það var eitthvað í mér sem var stöðugt á verði, jafnvel þegar ekkert var að gerast. Ég var alltaf tilbúinn og líkaminn náði aldrei að slaka á, að minnsta kosti ekki nóg til þess að ég næði að sofna. Það er skrítið að hugsa til baka og sjá hvað áföll geta orðið eðlileg. Þú venst því að hlaupa inn á vettvang, venst öskrum, blóði, reyk, kulda og sorg, en á sama tíma tekur hver vakt eitthvað með sér heim. Smátt og smátt safnast það saman, það sem þú sást og það sem þú gerðir ekki. Sorgin sem enginn talaði um og áföllin sem enginn nefnir, þau leggjast á sálina eitt lag ofan á annað eins og ryk sem sest á gler. Í starfinu lærir maður bara að halda áfram, í lögreglunni er það kallað að vera faglegur. En það er enginn sem kennir þér hvernig á að vinna úr því sem þú berð með þér. Enginn spyr: „Hvernig gengur þér að sofa eftir vakt?“ eða „hvernig líður líkamanum þínum eftir áralangt álag?“ Þannig að þú finnur þín eigin bjargráð og fyrir mig var það sykur. Sykur virkar svo sannarlega sem bjargráð. Í augnablikinu sem hann snertir bragðlaukana róast allt. Heilinn sendir boð um vellíðan, líkamanum finnst hann vera öruggur, en þessi ró er viðkvæm. Þegar áhrifin fjara út kemur spennan aftur, dýpri og þrálátari og þá þarf meiri sykur. Áður en maður veit af er sykurinn orðinn að björgunarhring sem heldur manni gangandi en gefur enga raunverulega hvíld. Þannig virkar óheilbrigða bjargráðið, þau sefa en græða ekki. Við teljum okkur vera róleg en líkaminn er enn á vakt eins og lögreglumaður sem gleymir að fara heim eftir langan dag. Óheilbrigð bjargráð eru ekki veikleiki, heldur viska líkama sem einu sinni þurfti að bjarga sér. Þau verða til þegar lífið krefst meira af okkur en við ráðum við. Sum bjargráð eru svo eðlileg að við sjáum þau ekki lengur. Við vinnum aðeins meira því það er auðveldara að stjórna verkefnum en tilfinningum. Við reynum að halda utan um lífið með ofstjórnun þegar eitthvað innra með okkur er að gliðna. Við grípum í símann því þögnin getur minnt á það sem við höfum ekki enn sagt upphátt. Við leitum í sætleika, áfengi eða mat sem róar líkama sem hefur gleymt hvað öryggi er. Það sem virðist vera löngun er oftast bið eftir ró, bið eftir því að einhver, jafnvel við sjálf, segjum: „Það er allt í lagi núna.“ Þetta eru bjargráð sem virka sem hækja en aðeins tímabundið. Þau róa storminn á yfirborðinu en halda honum lifandi undir því. Þau gefa líkamanum öryggi sem endist í augnablik, en ekki frið sem varir. Og svo endum við eins og margir gera, í vítahringnum milli spennu og róar á meðan líkaminn bíður eftir að við hlustum. Þegar nóttin kemur og þögnin tekur við, stígur óróinn fram eins og gamall vinur. Hann sest á brún rúmsins og hvíslar sögur úr líkamanum, sögur sem hugurinn vildi gleyma. Líkaminn þráir hvíld en hugurinn heldur vaktina, fastur á milli tveggja heima, fortíðar sem sefur ekki og nútíðar sem hann treystir ekki alveg. Ég finn sársauka sem ég kalla sykurþörf. Ég leita að sætleika, ekki í leit að bragði heldur í friði. Þegar sykurinn snertir tunguna, finnst mér eins og ég fái boð frá einhverjum dýpri stað, hljóðlaust loforð um öryggi. Í augnablikinu trúir líkaminn að hann sé heill. En þegar bragðið hverfur, kemur tómið aftur og með því kemur lærdómurinn. Ég skamma mig ekki lengur fyrir sykurinn sem róaði mig fyrir svefninn.Hann var eins og hljóðlaust loforð um öryggi til líkama sem hafði gleymt hvað ró var. Ég skil nú að það var ekki sykurinn sem gaf mér frið, heldur augnablikið þegar líkaminn trúði að ég væri öruggur. Nú þarf ég hann ekki lengur til að finna frið. Þegar óróinn kemur, leyfi ég honum að tala. Ég hlusta á hann í stað þess að kæfa hann, því stundum þarf friður fyrst að fá rödd áður en hann getur orðið að ró. Ég veit þó að ekki allir sjá eigin bjargráð. Þau hafa orðið eins og óséður hluti af líkamanum, viðbrögð sem virðast eðlileg eins og kertaljós sem logar í myrkri en hitar ekki. Sumir sem ég þekki leituðu í áfengi, vímuefni eða hættulega hegðun, ekki til að hverfa, heldur til að róa taugakerfi sem þoldi ekki meira. Fyrir þá verður hver sopi, hver örvun og hver áhætta að augnabliksfriði. En þegar áhrifin líða hjá, vaknar sama spenna á ný og þeir festast í mynstri sem enginn kenndi þeim að losa sig úr. Þetta eru ekki vondar manneskjur, heldur líkamar og sálir sem hafa verið á verði of lengi. Þeir þurftu ekki dóm, heldur nærveru og hlýju. Það er ekki veikleiki að finna til, það er leiðin heim. Endurupplifun áfalla kennir okkur að hlusta, að hægja á skrefunum og finna jörðina aftur. Þau minna okkur á að á bak við hvert bjargráð býr saga, hjarta sem reyndi að lifa og manneskja sem vildi bara ró. Þegar við loksins sjáum það mýkist allt. Skömmin hverfur og sársaukinn fær nýtt hlutverk, hann verður kennari. Sykurinn var aldrei óvinur minn. Hann var tungumál líkama míns sem reyndi að ná sambandi við hjartað. Nú, þegar óróinn kemur, reyni ég ekki að stöðva hann. Ég býð honum sæti, ég tek hann í fangið eins og barn sem hefur beðið of lengi eftir hlýju. Ég hvísla: „Þú ert öruggur núna.“ Og stundum, í hljóðinu milli hjartslátta, finn ég að róin sem ég leitaði að var aldrei horfin, hún beið bara eftir að ég heyrði í henni. Við skulum taka áföll alvarlega. Því undir hverju bjargráði býr bæn, undir hverri þögn býr þrá og undir hverjum sársauka býr hjarta sem vill aftur tengjast. Sársauka verður ekki hægt að forðast, en við getum lært að umgangast hann.Þegar við hættum að berjast og byrjum að hlusta, verður friðurinn ekki umbun heldur hluti af lífinu sjálfu. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Lögreglan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Við notum öll bjargráð, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.Þau eru svör líkamans sem reynir að skapa öryggi þegar eitthvað innra með okkur skelfur. Þegar við upplifum spennu eða áföll reynir líkaminn að finna leið til að róa sig. Hann lærir að eitthvað virkar, t.d. hreyfing, samtal eða hlátur.En stundum finnur líkaminn leið til róar í bjargráðum sem virðast saklaus, þ.e. að vinna meira, hafa ofstjórn á umhverfinu eða leita í áfengi eða sætindi. Það sem byrjaði sem viðbragð getur orðið mynstrið sem heldur okkur föstum. Þetta er ekki veikleiki. Þetta er merki um líkama sem lifði af, en gleymdi að hættan væri búin. Ég veit þetta af eigin raun. Ég starfaði árum saman sem lögreglumaður. Ég sá hluti sem flestir vilja ekki sjá og upplifði aðstæður sem enginn maður ætti að venjast. Fyrst fannst mér ég takast vel á við starfið, ég var rólegur, yfirvegaður og klár í verkefnin. En með tímanum fór ég að finna að það var eitthvað í mér sem var stöðugt á verði, jafnvel þegar ekkert var að gerast. Ég var alltaf tilbúinn og líkaminn náði aldrei að slaka á, að minnsta kosti ekki nóg til þess að ég næði að sofna. Það er skrítið að hugsa til baka og sjá hvað áföll geta orðið eðlileg. Þú venst því að hlaupa inn á vettvang, venst öskrum, blóði, reyk, kulda og sorg, en á sama tíma tekur hver vakt eitthvað með sér heim. Smátt og smátt safnast það saman, það sem þú sást og það sem þú gerðir ekki. Sorgin sem enginn talaði um og áföllin sem enginn nefnir, þau leggjast á sálina eitt lag ofan á annað eins og ryk sem sest á gler. Í starfinu lærir maður bara að halda áfram, í lögreglunni er það kallað að vera faglegur. En það er enginn sem kennir þér hvernig á að vinna úr því sem þú berð með þér. Enginn spyr: „Hvernig gengur þér að sofa eftir vakt?“ eða „hvernig líður líkamanum þínum eftir áralangt álag?“ Þannig að þú finnur þín eigin bjargráð og fyrir mig var það sykur. Sykur virkar svo sannarlega sem bjargráð. Í augnablikinu sem hann snertir bragðlaukana róast allt. Heilinn sendir boð um vellíðan, líkamanum finnst hann vera öruggur, en þessi ró er viðkvæm. Þegar áhrifin fjara út kemur spennan aftur, dýpri og þrálátari og þá þarf meiri sykur. Áður en maður veit af er sykurinn orðinn að björgunarhring sem heldur manni gangandi en gefur enga raunverulega hvíld. Þannig virkar óheilbrigða bjargráðið, þau sefa en græða ekki. Við teljum okkur vera róleg en líkaminn er enn á vakt eins og lögreglumaður sem gleymir að fara heim eftir langan dag. Óheilbrigð bjargráð eru ekki veikleiki, heldur viska líkama sem einu sinni þurfti að bjarga sér. Þau verða til þegar lífið krefst meira af okkur en við ráðum við. Sum bjargráð eru svo eðlileg að við sjáum þau ekki lengur. Við vinnum aðeins meira því það er auðveldara að stjórna verkefnum en tilfinningum. Við reynum að halda utan um lífið með ofstjórnun þegar eitthvað innra með okkur er að gliðna. Við grípum í símann því þögnin getur minnt á það sem við höfum ekki enn sagt upphátt. Við leitum í sætleika, áfengi eða mat sem róar líkama sem hefur gleymt hvað öryggi er. Það sem virðist vera löngun er oftast bið eftir ró, bið eftir því að einhver, jafnvel við sjálf, segjum: „Það er allt í lagi núna.“ Þetta eru bjargráð sem virka sem hækja en aðeins tímabundið. Þau róa storminn á yfirborðinu en halda honum lifandi undir því. Þau gefa líkamanum öryggi sem endist í augnablik, en ekki frið sem varir. Og svo endum við eins og margir gera, í vítahringnum milli spennu og róar á meðan líkaminn bíður eftir að við hlustum. Þegar nóttin kemur og þögnin tekur við, stígur óróinn fram eins og gamall vinur. Hann sest á brún rúmsins og hvíslar sögur úr líkamanum, sögur sem hugurinn vildi gleyma. Líkaminn þráir hvíld en hugurinn heldur vaktina, fastur á milli tveggja heima, fortíðar sem sefur ekki og nútíðar sem hann treystir ekki alveg. Ég finn sársauka sem ég kalla sykurþörf. Ég leita að sætleika, ekki í leit að bragði heldur í friði. Þegar sykurinn snertir tunguna, finnst mér eins og ég fái boð frá einhverjum dýpri stað, hljóðlaust loforð um öryggi. Í augnablikinu trúir líkaminn að hann sé heill. En þegar bragðið hverfur, kemur tómið aftur og með því kemur lærdómurinn. Ég skamma mig ekki lengur fyrir sykurinn sem róaði mig fyrir svefninn.Hann var eins og hljóðlaust loforð um öryggi til líkama sem hafði gleymt hvað ró var. Ég skil nú að það var ekki sykurinn sem gaf mér frið, heldur augnablikið þegar líkaminn trúði að ég væri öruggur. Nú þarf ég hann ekki lengur til að finna frið. Þegar óróinn kemur, leyfi ég honum að tala. Ég hlusta á hann í stað þess að kæfa hann, því stundum þarf friður fyrst að fá rödd áður en hann getur orðið að ró. Ég veit þó að ekki allir sjá eigin bjargráð. Þau hafa orðið eins og óséður hluti af líkamanum, viðbrögð sem virðast eðlileg eins og kertaljós sem logar í myrkri en hitar ekki. Sumir sem ég þekki leituðu í áfengi, vímuefni eða hættulega hegðun, ekki til að hverfa, heldur til að róa taugakerfi sem þoldi ekki meira. Fyrir þá verður hver sopi, hver örvun og hver áhætta að augnabliksfriði. En þegar áhrifin líða hjá, vaknar sama spenna á ný og þeir festast í mynstri sem enginn kenndi þeim að losa sig úr. Þetta eru ekki vondar manneskjur, heldur líkamar og sálir sem hafa verið á verði of lengi. Þeir þurftu ekki dóm, heldur nærveru og hlýju. Það er ekki veikleiki að finna til, það er leiðin heim. Endurupplifun áfalla kennir okkur að hlusta, að hægja á skrefunum og finna jörðina aftur. Þau minna okkur á að á bak við hvert bjargráð býr saga, hjarta sem reyndi að lifa og manneskja sem vildi bara ró. Þegar við loksins sjáum það mýkist allt. Skömmin hverfur og sársaukinn fær nýtt hlutverk, hann verður kennari. Sykurinn var aldrei óvinur minn. Hann var tungumál líkama míns sem reyndi að ná sambandi við hjartað. Nú, þegar óróinn kemur, reyni ég ekki að stöðva hann. Ég býð honum sæti, ég tek hann í fangið eins og barn sem hefur beðið of lengi eftir hlýju. Ég hvísla: „Þú ert öruggur núna.“ Og stundum, í hljóðinu milli hjartslátta, finn ég að róin sem ég leitaði að var aldrei horfin, hún beið bara eftir að ég heyrði í henni. Við skulum taka áföll alvarlega. Því undir hverju bjargráði býr bæn, undir hverri þögn býr þrá og undir hverjum sársauka býr hjarta sem vill aftur tengjast. Sársauka verður ekki hægt að forðast, en við getum lært að umgangast hann.Þegar við hættum að berjast og byrjum að hlusta, verður friðurinn ekki umbun heldur hluti af lífinu sjálfu. Höfundur er mannvinur og kennari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun