Musk kallar ráðherra heimskan og homma Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 13:30 Elon Musk og Sean Duffy. AP Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur í vikunni ítrekað skotið föstum skotum að Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna og starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna. Musk hefur einnig varpað fram barnalegum bröndurum um að Duffy sé heimskur og samkynhneigður. Duffy sagðist nýverið ætla að endurskoða samninga NASA við SpaceX, sem er í eigu Musks, hvað varðar væntanlegar tunglferðir, og þá er Duffy talinn hafa barist gegn því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefni aftur Jared Isaacman, auðkýfing sem þekkir Musk vel, til að stýra NASA. Í viðtölum í vikunni hefur Duffy sagt ætla að opna aftur útboð hvað varðar það að lenda geimförum á tunglinu í Artemis 3 geimskotinu. SpaceX er með þann samning en Duffy segir fyrirtækið á eftir áætlun. Samkvæmt samningi sem SpaceX gerði við NASA árið 2021 á fyrirtækið að lenda geimförum Artemis 3 á tunglinu með sérstakri tegund Starship geimfarsins. Þróun Starship hefur þó gengið brösulega á undanförnum árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Duffy sagði í sjónvarpsviðtali á mánudaginn að NASA myndi ekki bíða eftir SpaceX. Þess vegna yrði haldið nýtt útboð varðandi lendingarför á tunglinu. „Við ætlum að keyra áfram og vinna seinna geimkapphlaupið við Kína,“ sagði Duffy meðal annars. Hann tók einnig fram í viðtali í vikunni að Trump vildi að Bandaríkjamenn lentu aftur á tunglinu fyrir 20. janúar 2029, þegar kjörtímabili hans líkur. Sjá einnig: Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Duffy deildi hluta úr viðtalinu á X þar sem Musk svaraði með stuttu myndbandi og spurði: „Af hverju ertu samkynhneigður?“ Also, one question pic.twitter.com/DhpuWoOTPt— Elon Musk (@elonmusk) October 21, 2025 Hefur beitt sér gegn Isaacman Duffy er einnig sagður hafa reynt að fá Trump til að fella NASA undir samgönguráðuneytið, þar sem hann vilji halda áfram að stýra stofnuninni. Blaðamenn ytra hafa sagt frá því að Isaacman hafi rætt við Trump og forsetinn hafi verið líklegur til að tilnefna hann aftur. Trump tilnefndi Isaacman upprunalega að áeggja Musks en dró tilnefninguna til baka á þeim tíma þegar samband Trumps og Musks var að súrna verulega. Sjá einnig: Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Wall Street Journal sagði frá því fyrr í vikunni að Trump væri nærri því að komast að niðurstöðu um hver myndi stýra NASA. Aðrir miðlar hafa sagt frá því að innan Hvíta hússins sé fólk reitt Duffy, vegna óreiðunnar sem hann hefur verið sakaður um að skapa og vegna þess að hann hafi reitt Musk til reiði. Starfsmenn Trumps vilji ekki opna sárið milli Musks og forsetans aftur, ef svo má segja. Kallar Duffy heimskan Eins og bent er á í grein í New York Times brást Musk reiður við áðurnefndum ummælum Duffys um SpaceX og það að hann hafi reynt að standa í vegi Isaacmans. Hann hefur ítrekað kallað hann heimskan á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Duffy væri samkynhneigður. Musk hefur einnig sakað Duffy um að setja geimfara í hættu og ógna lífum þeirra. Það sé vegna þess að Duffy virðist ætla að stytta sér leiðina til tunglsins, ef svo má segja. „Að láta mann sem veit nákvæmlega EKKERT um eldflaugar og geimför grefur undan geimvísindaáætlun Bandaríkjanna og er ógn við geimfara okkar,“ sagði Musk í einni færslunni um Duffy á X. Í annarri kallaði hann Duffy „hættulega“ heimskan. Í enn einni færslunni sagði Musk svo að yfirmaður NASA gæti ekki verið einstaklingur með tveggja tölustafa greindarvísitölu. „Sean heimski (Dummy) er að reyna að drepa NASA!“ skrifaði hann einnig. Duffy sjálfur deildi færslu frá Musk, þar sem auðjöfurinn sagði að SpaceX stæði öðrum fyrirtækjum sem eiga í framleiðslu eldflauga og geimfara mun framar. Hann hélt því svo fram að Starship myndi á endanum vera notað eitt og sér til að flytja geimfara til tunglsins. Ráðherrann sagðist hrifinn af ástríðu Musks og sagði kapphlaupið til tunglsins hafið. Duffy sagði einnig að góð fyrirtæki ættu ekki að óttast samkeppni. Hún hjálpaði Bandaríkjunum öllum. Love the passion.The race to the Moon is ON.Great companies shouldn’t be afraid of a challenge.When our innovators compete with each other, America wins! https://t.co/P8gYX7R0mp pic.twitter.com/mAoGG1bq8c— NASA Acting Administrator Sean Duffy (@SecDuffyNASA) October 21, 2025 Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Elon Musk Donald Trump Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Duffy sagðist nýverið ætla að endurskoða samninga NASA við SpaceX, sem er í eigu Musks, hvað varðar væntanlegar tunglferðir, og þá er Duffy talinn hafa barist gegn því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefni aftur Jared Isaacman, auðkýfing sem þekkir Musk vel, til að stýra NASA. Í viðtölum í vikunni hefur Duffy sagt ætla að opna aftur útboð hvað varðar það að lenda geimförum á tunglinu í Artemis 3 geimskotinu. SpaceX er með þann samning en Duffy segir fyrirtækið á eftir áætlun. Samkvæmt samningi sem SpaceX gerði við NASA árið 2021 á fyrirtækið að lenda geimförum Artemis 3 á tunglinu með sérstakri tegund Starship geimfarsins. Þróun Starship hefur þó gengið brösulega á undanförnum árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Duffy sagði í sjónvarpsviðtali á mánudaginn að NASA myndi ekki bíða eftir SpaceX. Þess vegna yrði haldið nýtt útboð varðandi lendingarför á tunglinu. „Við ætlum að keyra áfram og vinna seinna geimkapphlaupið við Kína,“ sagði Duffy meðal annars. Hann tók einnig fram í viðtali í vikunni að Trump vildi að Bandaríkjamenn lentu aftur á tunglinu fyrir 20. janúar 2029, þegar kjörtímabili hans líkur. Sjá einnig: Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Duffy deildi hluta úr viðtalinu á X þar sem Musk svaraði með stuttu myndbandi og spurði: „Af hverju ertu samkynhneigður?“ Also, one question pic.twitter.com/DhpuWoOTPt— Elon Musk (@elonmusk) October 21, 2025 Hefur beitt sér gegn Isaacman Duffy er einnig sagður hafa reynt að fá Trump til að fella NASA undir samgönguráðuneytið, þar sem hann vilji halda áfram að stýra stofnuninni. Blaðamenn ytra hafa sagt frá því að Isaacman hafi rætt við Trump og forsetinn hafi verið líklegur til að tilnefna hann aftur. Trump tilnefndi Isaacman upprunalega að áeggja Musks en dró tilnefninguna til baka á þeim tíma þegar samband Trumps og Musks var að súrna verulega. Sjá einnig: Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Wall Street Journal sagði frá því fyrr í vikunni að Trump væri nærri því að komast að niðurstöðu um hver myndi stýra NASA. Aðrir miðlar hafa sagt frá því að innan Hvíta hússins sé fólk reitt Duffy, vegna óreiðunnar sem hann hefur verið sakaður um að skapa og vegna þess að hann hafi reitt Musk til reiði. Starfsmenn Trumps vilji ekki opna sárið milli Musks og forsetans aftur, ef svo má segja. Kallar Duffy heimskan Eins og bent er á í grein í New York Times brást Musk reiður við áðurnefndum ummælum Duffys um SpaceX og það að hann hafi reynt að standa í vegi Isaacmans. Hann hefur ítrekað kallað hann heimskan á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Duffy væri samkynhneigður. Musk hefur einnig sakað Duffy um að setja geimfara í hættu og ógna lífum þeirra. Það sé vegna þess að Duffy virðist ætla að stytta sér leiðina til tunglsins, ef svo má segja. „Að láta mann sem veit nákvæmlega EKKERT um eldflaugar og geimför grefur undan geimvísindaáætlun Bandaríkjanna og er ógn við geimfara okkar,“ sagði Musk í einni færslunni um Duffy á X. Í annarri kallaði hann Duffy „hættulega“ heimskan. Í enn einni færslunni sagði Musk svo að yfirmaður NASA gæti ekki verið einstaklingur með tveggja tölustafa greindarvísitölu. „Sean heimski (Dummy) er að reyna að drepa NASA!“ skrifaði hann einnig. Duffy sjálfur deildi færslu frá Musk, þar sem auðjöfurinn sagði að SpaceX stæði öðrum fyrirtækjum sem eiga í framleiðslu eldflauga og geimfara mun framar. Hann hélt því svo fram að Starship myndi á endanum vera notað eitt og sér til að flytja geimfara til tunglsins. Ráðherrann sagðist hrifinn af ástríðu Musks og sagði kapphlaupið til tunglsins hafið. Duffy sagði einnig að góð fyrirtæki ættu ekki að óttast samkeppni. Hún hjálpaði Bandaríkjunum öllum. Love the passion.The race to the Moon is ON.Great companies shouldn’t be afraid of a challenge.When our innovators compete with each other, America wins! https://t.co/P8gYX7R0mp pic.twitter.com/mAoGG1bq8c— NASA Acting Administrator Sean Duffy (@SecDuffyNASA) October 21, 2025 Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Elon Musk Donald Trump Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira