Innlent

Dóra Björt stefnir á for­manninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Dóra Björt Guðjónsdóttir vill verða formaður Pírata.
Dóra Björt Guðjónsdóttir vill verða formaður Pírata. Vísir/Anton

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn,ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan.

Dóra Björt er fyrst Pírata til að opinbera að hún vilji verða formaður flokksins, eftir að ákveðið var innan flokksins að stofna embættið.

„Ég vil vera heiðarleg með þá sýn sem ég stend fyrir og bjóða fram skýran valkost fyrir Pírata til framtíðar með því að sækja í ræturnar en skerpa fókusinn. Tækifærin blasa við, tíminn er núna,“ segir Dóra í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum í morgun.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×