Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2025 16:28 Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun