Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. október 2025 07:03 Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun