Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar 23. október 2025 12:30 Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun