Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar 23. október 2025 11:02 Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjölmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun