Innlent

Pall­borðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gestir Pallborðsins verða Ingvar Þóroddsson, Alma Hafsteinsdóttir og Þorkell Máni Pétursson.
Gestir Pallborðsins verða Ingvar Þóroddsson, Alma Hafsteinsdóttir og Þorkell Máni Pétursson. Vísir/Hjalti

Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Við ræðum málið í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. 

Fréttastofa hefur fjallað um veðmálin síðustu misseri og rætt við tugi einstaklinga um málin. Nýr dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, og nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson koma með ferska vinda inn í umræðuna og vilja taka slaginn sem fæstir hafa þorað að taka í tuttugu ár. 

Gestir Pallborðsins verða Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, og Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður KSÍ.

Þátturinn hefst klukkan 14 og hægt að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×