Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. október 2025 20:00 Af næstum áttatíu starfsmönnum Fly Play Europe eru aðeins fimm eftir. Efnisveitan Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið. Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið. Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið.
Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira