Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2025 10:02 Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun