Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar 23. október 2025 09:00 Á Alþingi liggja nú fyrir tvö frumvörp varðandi þjóðfána Íslendinga. Bæði hafa það að markmiði að auka notkun fánans og sýnileika hans. Undirritaður er sannarlega mikill talsmaður þess að Íslendingar eigi að vera ófeimnari við að nota fánann við sem flest tilefni. Það getur þó verið vandasamt að velja hvaða leið er farin í þeim málum. Annað frumvarpið er flutt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í því er lögð til viðbót við núgildandi lög um að tjúgufáninn (ríkisfáninn, sem er eins og hinn almenni fáni nema klofinn að framan) skuli dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu. Þó að þetta frumvarp sé enn á fyrstu stigum hefur það líklega þegar haft óbein áhrif, þar sem við sjáum nú tjúgufánann við hún flesta, ef ekki alla daga vikunnar, hjá ýmsum opinberum stofnunum. Í vikunni lagði Karl Gauti Hjaltason svo fram nýtt frumvarp, þar sem lagt er til að á húsum opinberra stofnana verði einungis heimilt að draga á stöng þjóðfána Íslendinga (með undantekningum). Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að flutningsmenn leggi þetta til svo auka megi mikilvægi íslenska þjóðfánans. Tilgangur frumvarpsins sé að fánanum verði flaggað oftar en nú er gert og þannig hvatt til aukinnar samstöðu þjóðarinnar. Það er hollt og gott fyrir fánann að skýrar reglur séu um hvernig beri að sýna honum virðingu. En er rétta leiðin til að fá fólk til að flagga honum oftar að herða reglur um notkun hans? Munu slíkar reglur þjappa þjóðinni saman undir merki hans? Greinarhöfundur efast um það. Íslenski fáninn var fyrst dreginn formlega að hún við Stjórnarráðið í Lækjargötu í Reykjavík 1. desember 1918, þegar þjóðin fékk fullveldi frá Dönum. Sérstakur íslenskur fáni hafði þá verið baráttumál í dágóðan tíma. Tillaga að íslenskum fána var viðruð í tengslum við þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 og á síðasta áratug 19. aldar voru settar fram ýmsar hugmyndir um hvernig tjá mætti sérstöðu íslensku þjóðarinnar og hugmyndir hennar um sjálfa sig með fána. Í hópi þeirra sem þar tóku til máls voru skáld, fræðimenn og stjórnmálamenn, svo sem Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein, Matthías Þórðarson og Einar Benediktsson. Sammerkt með öllum tillögunum sem lagðar voru fram var að fáninn væri tákn þjóðarinnar og fólksins, baráttutákn gegn erlendu valdi. Þegar fáninn síðan hlaut samþykki konungs, og var í framhaldi skilgreindur sem tákn landsins og ríkisvaldið setti um hann sérstakar reglur, færðist „eign“ fánans að einhverju leyti úr höndum fólksins yfir til valdsins. Með tímanum höfum við sem einstaklingar og þjóð því misst eldmóðinn sem lá í loftinu á hinu frjóa tímabili þegar fáninn tjáði hugsjónina um sjálfstætt Ísland. Fáninn er fyrir löngu orðinn hluti af okkar daglega lífi. Hann er opinbert tákn lýðveldisins Íslands. Sé fólk spurt að því hvað fáninn merki tengja flestir liti hans og form við menningararfinn og náttúruna. Í þessari fánasögu okkar felst því eilítil varúðarsaga fyrir nútímann. Ef tillögurnar í þessum frumvörpum verða að lögum verður þrengt að notkun fánans. Vissulega er mögulegt að fáninn verði oftar sýnilegur við opinberar stofnanir, en það getur jafnframt ýtt undir þá tilfinningu að fáninn eigi fyrst og fremst heima þar, en ekki annars staðar. Reynslan og fræðin sýna að því meira sem ríkið stígur inn í og hefur áhrif á hvernig við megum nota fánann, því lengra færist hann í huga almennings frá hversdagsleikanum og inn í heim valdsins — sem dregur úr tilfinningalegri tengingu borgaranna við hann. Ef við horfum til nágrannalanda okkar, þá styðja þetta dæmi þaðan. Norðurlöndin hafa almennt leyft frjálsari notkun á fánanum en við erum vön og hvatt fólk til að nota hann ekki aðeins á fánadögum og þjóðhátíðum, heldur einnig á afmælum og við persónuleg gleðitilefni. Þetta hefur aukið jákvæðni gagnvart fánanum og hefur undirritaður margoft átt samtöl við einstaklinga sem lýsa yfir öfund í garð nágranna okkar og tengingu þeirra við fánann sinn. Í Þýskalandi voru áður strangar reglur um notkun fánans og almenningur notaði hann því næstum ekkert, en eftir að reglurnar voru mildaðar hefur fáninn orðið almenningseign á ný. Reglulega kemur upp umræða í samfélaginu um að það gæti verið góð hugmynd að slaka á fánareglunum til að gera almenningi auðveldara að flagga án þess að óttast að brjóta lög. Hér er oftast átt við þá reglu að bannað sé að hafa fánann uppi eftir sólsetur. Að rýmka reglur um hvenær við megum nota fánann gæti verið tilvalin leið til að auka notkun hans og hvetja þannig til samstöðu þjóðarinnar — eins og lagt er til í frumvarpi Karls Gauta. Á sama tíma er óhætt að fullyrða að það sé ekkert sem bendi til þess að strangari reglur um að fánanum sé flaggað hjá opinberum byggingum muni auka áhuga almennings á að draga fánann að hún. Einkenni okkar tíma eru hraðar breytingar og við eigum að vera óhrædd við að uppfæra reglur og lög um fánann, svo hann skipi áfram mikilvægan sess hjá þjóðinni og sé elskaður af henni. En gleymum ekki að fáninn er tákn okkar Íslendinga allra — ekki bara ríkisins. Finnum því leiðir til að auka tilfinningaleg tengsl við fánann. Þannig aukum við virðinguna fyrir honum og notum hann meira. Notum íslenska fánann fallega, saman. Höfundur er grafískur hönnuður og hefur rannsakað notkun og áhrif íslenska fánans um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggja nú fyrir tvö frumvörp varðandi þjóðfána Íslendinga. Bæði hafa það að markmiði að auka notkun fánans og sýnileika hans. Undirritaður er sannarlega mikill talsmaður þess að Íslendingar eigi að vera ófeimnari við að nota fánann við sem flest tilefni. Það getur þó verið vandasamt að velja hvaða leið er farin í þeim málum. Annað frumvarpið er flutt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í því er lögð til viðbót við núgildandi lög um að tjúgufáninn (ríkisfáninn, sem er eins og hinn almenni fáni nema klofinn að framan) skuli dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu. Þó að þetta frumvarp sé enn á fyrstu stigum hefur það líklega þegar haft óbein áhrif, þar sem við sjáum nú tjúgufánann við hún flesta, ef ekki alla daga vikunnar, hjá ýmsum opinberum stofnunum. Í vikunni lagði Karl Gauti Hjaltason svo fram nýtt frumvarp, þar sem lagt er til að á húsum opinberra stofnana verði einungis heimilt að draga á stöng þjóðfána Íslendinga (með undantekningum). Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að flutningsmenn leggi þetta til svo auka megi mikilvægi íslenska þjóðfánans. Tilgangur frumvarpsins sé að fánanum verði flaggað oftar en nú er gert og þannig hvatt til aukinnar samstöðu þjóðarinnar. Það er hollt og gott fyrir fánann að skýrar reglur séu um hvernig beri að sýna honum virðingu. En er rétta leiðin til að fá fólk til að flagga honum oftar að herða reglur um notkun hans? Munu slíkar reglur þjappa þjóðinni saman undir merki hans? Greinarhöfundur efast um það. Íslenski fáninn var fyrst dreginn formlega að hún við Stjórnarráðið í Lækjargötu í Reykjavík 1. desember 1918, þegar þjóðin fékk fullveldi frá Dönum. Sérstakur íslenskur fáni hafði þá verið baráttumál í dágóðan tíma. Tillaga að íslenskum fána var viðruð í tengslum við þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 og á síðasta áratug 19. aldar voru settar fram ýmsar hugmyndir um hvernig tjá mætti sérstöðu íslensku þjóðarinnar og hugmyndir hennar um sjálfa sig með fána. Í hópi þeirra sem þar tóku til máls voru skáld, fræðimenn og stjórnmálamenn, svo sem Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein, Matthías Þórðarson og Einar Benediktsson. Sammerkt með öllum tillögunum sem lagðar voru fram var að fáninn væri tákn þjóðarinnar og fólksins, baráttutákn gegn erlendu valdi. Þegar fáninn síðan hlaut samþykki konungs, og var í framhaldi skilgreindur sem tákn landsins og ríkisvaldið setti um hann sérstakar reglur, færðist „eign“ fánans að einhverju leyti úr höndum fólksins yfir til valdsins. Með tímanum höfum við sem einstaklingar og þjóð því misst eldmóðinn sem lá í loftinu á hinu frjóa tímabili þegar fáninn tjáði hugsjónina um sjálfstætt Ísland. Fáninn er fyrir löngu orðinn hluti af okkar daglega lífi. Hann er opinbert tákn lýðveldisins Íslands. Sé fólk spurt að því hvað fáninn merki tengja flestir liti hans og form við menningararfinn og náttúruna. Í þessari fánasögu okkar felst því eilítil varúðarsaga fyrir nútímann. Ef tillögurnar í þessum frumvörpum verða að lögum verður þrengt að notkun fánans. Vissulega er mögulegt að fáninn verði oftar sýnilegur við opinberar stofnanir, en það getur jafnframt ýtt undir þá tilfinningu að fáninn eigi fyrst og fremst heima þar, en ekki annars staðar. Reynslan og fræðin sýna að því meira sem ríkið stígur inn í og hefur áhrif á hvernig við megum nota fánann, því lengra færist hann í huga almennings frá hversdagsleikanum og inn í heim valdsins — sem dregur úr tilfinningalegri tengingu borgaranna við hann. Ef við horfum til nágrannalanda okkar, þá styðja þetta dæmi þaðan. Norðurlöndin hafa almennt leyft frjálsari notkun á fánanum en við erum vön og hvatt fólk til að nota hann ekki aðeins á fánadögum og þjóðhátíðum, heldur einnig á afmælum og við persónuleg gleðitilefni. Þetta hefur aukið jákvæðni gagnvart fánanum og hefur undirritaður margoft átt samtöl við einstaklinga sem lýsa yfir öfund í garð nágranna okkar og tengingu þeirra við fánann sinn. Í Þýskalandi voru áður strangar reglur um notkun fánans og almenningur notaði hann því næstum ekkert, en eftir að reglurnar voru mildaðar hefur fáninn orðið almenningseign á ný. Reglulega kemur upp umræða í samfélaginu um að það gæti verið góð hugmynd að slaka á fánareglunum til að gera almenningi auðveldara að flagga án þess að óttast að brjóta lög. Hér er oftast átt við þá reglu að bannað sé að hafa fánann uppi eftir sólsetur. Að rýmka reglur um hvenær við megum nota fánann gæti verið tilvalin leið til að auka notkun hans og hvetja þannig til samstöðu þjóðarinnar — eins og lagt er til í frumvarpi Karls Gauta. Á sama tíma er óhætt að fullyrða að það sé ekkert sem bendi til þess að strangari reglur um að fánanum sé flaggað hjá opinberum byggingum muni auka áhuga almennings á að draga fánann að hún. Einkenni okkar tíma eru hraðar breytingar og við eigum að vera óhrædd við að uppfæra reglur og lög um fánann, svo hann skipi áfram mikilvægan sess hjá þjóðinni og sé elskaður af henni. En gleymum ekki að fáninn er tákn okkar Íslendinga allra — ekki bara ríkisins. Finnum því leiðir til að auka tilfinningaleg tengsl við fánann. Þannig aukum við virðinguna fyrir honum og notum hann meira. Notum íslenska fánann fallega, saman. Höfundur er grafískur hönnuður og hefur rannsakað notkun og áhrif íslenska fánans um árabil.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun