Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:02 Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun