Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 23:39 Fyrirhuguðum fundi Trump og Pútín var frestað um óákveðinn tíma í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira