Aflýsa verkfalli öðru sinni Árni Sæberg skrifar 22. október 2025 14:56 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ástráður segir ekki liggja fyrir hversu lengi fundur Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mun standa í dag. Annað verkfall flugumferðastjóra var áætlað klukkan tvö eftir hádegi á morgun fimmtudag og átti standa yfir til klukkan sjö annað kvöld. Hefði orðið af verkfallinu hefði engin umferð verið leyfð á flugstjórnarsviði Keflavíkurflugvallar á meðan á því stæði. Samtals eru fimmtíu og þrjár komur og brottfarir flugvéla áætlaðar á Keflavíkurflugvelli á meðan verkfallið átti að standa yfir og ljóst að það hefði raskað áætlunum þúsunda farþega. Fundurinn í gær olli vonbrigðum Fundi deiluaðila var frestað í gær en nýr fundur hófst klukkan ellefu í morgun og Arnar Hjálmsson formaður Félags flugumferðastjóra sagði fyrir þann fund að viðræður á fundinum í gær hafi gengið hægt. „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær en samt smá glufa þannig að við ákváðum að halda áfram í dag,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Ein vinnustöðvun raungerst Þetta er í annað skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Það gerðu þeir að kvöldi mánudags en þá átti verkfall að hefjast nóttina eftir. Fyrsta verkstöðvun af fimm sem boðaðar voru hófst klukkan 22 á sunnudagskvöld og stóð í fimm klukkustundir. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ástráður segir ekki liggja fyrir hversu lengi fundur Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mun standa í dag. Annað verkfall flugumferðastjóra var áætlað klukkan tvö eftir hádegi á morgun fimmtudag og átti standa yfir til klukkan sjö annað kvöld. Hefði orðið af verkfallinu hefði engin umferð verið leyfð á flugstjórnarsviði Keflavíkurflugvallar á meðan á því stæði. Samtals eru fimmtíu og þrjár komur og brottfarir flugvéla áætlaðar á Keflavíkurflugvelli á meðan verkfallið átti að standa yfir og ljóst að það hefði raskað áætlunum þúsunda farþega. Fundurinn í gær olli vonbrigðum Fundi deiluaðila var frestað í gær en nýr fundur hófst klukkan ellefu í morgun og Arnar Hjálmsson formaður Félags flugumferðastjóra sagði fyrir þann fund að viðræður á fundinum í gær hafi gengið hægt. „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær en samt smá glufa þannig að við ákváðum að halda áfram í dag,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Ein vinnustöðvun raungerst Þetta er í annað skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Það gerðu þeir að kvöldi mánudags en þá átti verkfall að hefjast nóttina eftir. Fyrsta verkstöðvun af fimm sem boðaðar voru hófst klukkan 22 á sunnudagskvöld og stóð í fimm klukkustundir.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira