Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 22. október 2025 08:30 Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun