„Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 13:45 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson veit að Framara bíður erfitt verkefni í kvöld. vísir / anton brink Þorsteinn Gauti Hjálmarsson verður ekki með í leik Fram og Elverum í Evrópudeildinni í kvöld, en þekkir andstæðinginn vel eftir að hafa spilað við Elverum fyrir mánuði síðan. Þorsteinn nefbrotnaði í síðasta leik gegn ÍR eftir óheppilegt samstuð við liðsfélaga sinn á fyrstu mínútu leiksins og missir af leik kvöldsins. Hann er nýgenginn aftur til liðs við Fram eftir að hafa reynt fyrir sér um stutta stund hjá Sandefjord í Noregi. Hann spilaði aðeins sex leiki fyrir Sandefjord en einn þeirra var einmitt gegn Elverum, sem heimsækir Lambhagahöllina í Úlfarsárdalnum í kvöld. „Þeir eru stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima, aðeins massaðari. Þetta er topplið í Noregi, eins og allir tala um, það eru þessi tvö lið: Kolstad og Elverum “ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins. Frábær stemning hjálpar til „Þetta er krefjandi verkefni en við teljum okkur alveg geta valdið einhverjum usla. Svo hjálpar líka hvað það er frábær stemning, eða allavega í síðasta leik, vel mætt og geggjuð stemning.“ Þorsteinn segir leikmenn Elverum stærri og sterkari en leikmenn Fram, en Fram hefur lagt mikið upp úr því undanfarin ár að styrkja liðið líkamlega. „Já við erum klárlega búnir að bæta við kílóum, en svo er líka hæðin, þeir eru mjög hávaxnir margir þarna. Þetta verður hörkuleikur en þeir töpuðu líka fyrsta leiknum gegn svissneska liðinu Kriens og hafa verið að tapa einhverjum leikjum í norsku deildinni“ sagði Þorsteinn vongóður um sigur. Fram tapaði með tólf mörkum fyrir Porto í fyrstu umferðinni en ætlar sér að gera betur í kvöld. „Við misstum þá full langt frá okkur undir lokin en þetta var alveg leikur framan af. Við erum auðvitað að vonast til þess, ef við höldum okkur nálægt þeim, þá kemur kannski svolítið stress. Þetta var full þægilegt fyrir Porto, þeir náðu að halda okkur svona fjórum mörkum frá eiginlega allan leikinn, en ef við getum haldið þessu jöfnu og kannski komist yfir á einhverjum tímapunkti þá þarf hitt liðið að bregðast við.“ Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Þorsteinn nefbrotnaði í síðasta leik gegn ÍR eftir óheppilegt samstuð við liðsfélaga sinn á fyrstu mínútu leiksins og missir af leik kvöldsins. Hann er nýgenginn aftur til liðs við Fram eftir að hafa reynt fyrir sér um stutta stund hjá Sandefjord í Noregi. Hann spilaði aðeins sex leiki fyrir Sandefjord en einn þeirra var einmitt gegn Elverum, sem heimsækir Lambhagahöllina í Úlfarsárdalnum í kvöld. „Þeir eru stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima, aðeins massaðari. Þetta er topplið í Noregi, eins og allir tala um, það eru þessi tvö lið: Kolstad og Elverum “ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins. Frábær stemning hjálpar til „Þetta er krefjandi verkefni en við teljum okkur alveg geta valdið einhverjum usla. Svo hjálpar líka hvað það er frábær stemning, eða allavega í síðasta leik, vel mætt og geggjuð stemning.“ Þorsteinn segir leikmenn Elverum stærri og sterkari en leikmenn Fram, en Fram hefur lagt mikið upp úr því undanfarin ár að styrkja liðið líkamlega. „Já við erum klárlega búnir að bæta við kílóum, en svo er líka hæðin, þeir eru mjög hávaxnir margir þarna. Þetta verður hörkuleikur en þeir töpuðu líka fyrsta leiknum gegn svissneska liðinu Kriens og hafa verið að tapa einhverjum leikjum í norsku deildinni“ sagði Þorsteinn vongóður um sigur. Fram tapaði með tólf mörkum fyrir Porto í fyrstu umferðinni en ætlar sér að gera betur í kvöld. „Við misstum þá full langt frá okkur undir lokin en þetta var alveg leikur framan af. Við erum auðvitað að vonast til þess, ef við höldum okkur nálægt þeim, þá kemur kannski svolítið stress. Þetta var full þægilegt fyrir Porto, þeir náðu að halda okkur svona fjórum mörkum frá eiginlega allan leikinn, en ef við getum haldið þessu jöfnu og kannski komist yfir á einhverjum tímapunkti þá þarf hitt liðið að bregðast við.“
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira