Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar 20. október 2025 12:47 Vissir þú að hver íbúi í landinu notar um það bil 150 lítra af vatni á dag? Þegar iðnaður er talinn með notum við 9.190 lítra á hverri sekúndu. Það er eins og tvöfaldar Elliðaárnar á hverri sekúndu. Eða fimm þúsund dæmigerðar vatnskönnur á hverri sekúndu. Eða rúmlega 170.000 Kópavogslaugar, sem er stærsta sundlaug landsins, á ári. Af hreinu og góðu vatni. Þvílík lífsgæði! Vatnið er grunnforsenda heilbrigðis, lífsgæða og samfélagslegrar þróunar. Við á Íslandi erum vissulega heppin að eiga eins góða vatnsauðlind og raun ber vitni, en það þarf meira en heppni til að auðlindir landsins skili sér í samfélags- og efnahagslegum gæðum. Það þarf stöðugt að gæta, vernda og sinna innviðum þeirra af ábyrgð og ekki þarf mikið til að eitthvað fari verulega úrskeiðis. Loftslagsbreytingar, aukin landnýting, stækkun byggðar og fólksfjölgun er meðal þess sem hefur skapað aukið álag á vatnsból víða um land og getur aukið hættu á mengun. Þá geta væringar og óstöðugleiki á alþjóðavettvangi einnig haft áhrif á öryggi mikilvægra innviða eins og vatnsveitna. Um þessar áskoranir verður rætt á opnum fundi Samorku miðvikudaginn 22. október. Yfirskriftin er Verndum vatnið og verður þar fjallað um vatnsvernd, öryggi og áfallaþol vatnsveitna. Hlutverk vatnsveitna Hér á landi hafa veitufyrirtæki það lögbundna hlutverk að byggja upp og sinna öflugum vatnsveitum sem þjóna heimilum og atvinnulífi um allt land. Ýmsar hindranir standa þó í vegi þeirra, til dæmis flókin leyfisveitingaferli sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum eins og Samorka hefur oft bent á. Markviss stefnumótun, samvinna ólíkra aðila og skýrar heimildir veitufyrirtækja til að sinna lögbundnu hlutverki sínu er nauðsynleg til að tryggja komandi kynslóðum áframhaldandi aðgengi að öruggu neysluvatni og svo að hægt sé að styðja við öflugt atvinnulíf um allt land. Gott skipulag tryggir betri árangur Mikilvægt er að veitufyrirtæki fái greiða og tímanlega aðkomu að skipulagsmálum svo hægt sé að hanna og byggja upp veitukerfi sem standast kröfur framtíðarinnar og standa vörð um öryggi um vatnsbólin sem styðja við lífsgæði og atvinnulíf á hverjum stað. Ákvarðanir um skipulag nýrra hverfa verða að taka mið af vatnsvernd og sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar. Þar þarf að gæta jafnvægis milli þarfa samfélagsins og verndar náttúrunnar. Jafn mikilvægt er að huga að og greina veituinniviði ef til stendur að breyta eða þétta hverfi. Fjárfestingaumgjörð vatnsveitna þarf að styðja við reglubundið viðhald og endurnýjun innviða, svo tryggja megi áfram vatnsgæði í fremstu röð og örugga dreifingu til allra landsmanna. Einnig þarf að horfa heildstætt á nýtingu vatns, þar sem tryggt er að vatn sem nýtt er í atvinnuskyni eða framleiðslu ógni ekki hagsmunum almennings. Við berum öll ábyrgð Það skiptir einnig miklu máli að við sem einstaklingar gerum okkur sér grein fyrir ábyrgð okkar þegar kemur að stuðla að hreinu og heilnæmu vatni til framtíðar. Dagleg hegðun okkar, eins og að skilja eftir rusl, aka utan vega eða nota efni sem geta mengað jarðveg getur haft bein áhrif á vatnsgæði. Það er því mikilvægt að halda því á lofti að hreint vatn er ekki sjálfsagt mál heldur verðmæt auðlind sem við berum öll ábyrgð á. Vatnið okkar er lífæð samfélagsins. Með góðu skipulagi, virðingu, varkárni og langtímasýn í meðferð þess tryggjum við að komandi kynslóðir njóti áfram þeirra lífsgæða sem hreint og gott neysluvatn er. Höfundur er upplýsingafulltrúi Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að hver íbúi í landinu notar um það bil 150 lítra af vatni á dag? Þegar iðnaður er talinn með notum við 9.190 lítra á hverri sekúndu. Það er eins og tvöfaldar Elliðaárnar á hverri sekúndu. Eða fimm þúsund dæmigerðar vatnskönnur á hverri sekúndu. Eða rúmlega 170.000 Kópavogslaugar, sem er stærsta sundlaug landsins, á ári. Af hreinu og góðu vatni. Þvílík lífsgæði! Vatnið er grunnforsenda heilbrigðis, lífsgæða og samfélagslegrar þróunar. Við á Íslandi erum vissulega heppin að eiga eins góða vatnsauðlind og raun ber vitni, en það þarf meira en heppni til að auðlindir landsins skili sér í samfélags- og efnahagslegum gæðum. Það þarf stöðugt að gæta, vernda og sinna innviðum þeirra af ábyrgð og ekki þarf mikið til að eitthvað fari verulega úrskeiðis. Loftslagsbreytingar, aukin landnýting, stækkun byggðar og fólksfjölgun er meðal þess sem hefur skapað aukið álag á vatnsból víða um land og getur aukið hættu á mengun. Þá geta væringar og óstöðugleiki á alþjóðavettvangi einnig haft áhrif á öryggi mikilvægra innviða eins og vatnsveitna. Um þessar áskoranir verður rætt á opnum fundi Samorku miðvikudaginn 22. október. Yfirskriftin er Verndum vatnið og verður þar fjallað um vatnsvernd, öryggi og áfallaþol vatnsveitna. Hlutverk vatnsveitna Hér á landi hafa veitufyrirtæki það lögbundna hlutverk að byggja upp og sinna öflugum vatnsveitum sem þjóna heimilum og atvinnulífi um allt land. Ýmsar hindranir standa þó í vegi þeirra, til dæmis flókin leyfisveitingaferli sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum eins og Samorka hefur oft bent á. Markviss stefnumótun, samvinna ólíkra aðila og skýrar heimildir veitufyrirtækja til að sinna lögbundnu hlutverki sínu er nauðsynleg til að tryggja komandi kynslóðum áframhaldandi aðgengi að öruggu neysluvatni og svo að hægt sé að styðja við öflugt atvinnulíf um allt land. Gott skipulag tryggir betri árangur Mikilvægt er að veitufyrirtæki fái greiða og tímanlega aðkomu að skipulagsmálum svo hægt sé að hanna og byggja upp veitukerfi sem standast kröfur framtíðarinnar og standa vörð um öryggi um vatnsbólin sem styðja við lífsgæði og atvinnulíf á hverjum stað. Ákvarðanir um skipulag nýrra hverfa verða að taka mið af vatnsvernd og sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar. Þar þarf að gæta jafnvægis milli þarfa samfélagsins og verndar náttúrunnar. Jafn mikilvægt er að huga að og greina veituinniviði ef til stendur að breyta eða þétta hverfi. Fjárfestingaumgjörð vatnsveitna þarf að styðja við reglubundið viðhald og endurnýjun innviða, svo tryggja megi áfram vatnsgæði í fremstu röð og örugga dreifingu til allra landsmanna. Einnig þarf að horfa heildstætt á nýtingu vatns, þar sem tryggt er að vatn sem nýtt er í atvinnuskyni eða framleiðslu ógni ekki hagsmunum almennings. Við berum öll ábyrgð Það skiptir einnig miklu máli að við sem einstaklingar gerum okkur sér grein fyrir ábyrgð okkar þegar kemur að stuðla að hreinu og heilnæmu vatni til framtíðar. Dagleg hegðun okkar, eins og að skilja eftir rusl, aka utan vega eða nota efni sem geta mengað jarðveg getur haft bein áhrif á vatnsgæði. Það er því mikilvægt að halda því á lofti að hreint vatn er ekki sjálfsagt mál heldur verðmæt auðlind sem við berum öll ábyrgð á. Vatnið okkar er lífæð samfélagsins. Með góðu skipulagi, virðingu, varkárni og langtímasýn í meðferð þess tryggjum við að komandi kynslóðir njóti áfram þeirra lífsgæða sem hreint og gott neysluvatn er. Höfundur er upplýsingafulltrúi Samorku.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun