Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 21. október 2025 08:01 Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun