Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar 20. október 2025 09:15 Undanfarin ár hefur það sífellt orðið algengara að ráðast að réttindum minnihlutahópa, sérstaklega mannréttindum og borgaralegum réttindum trans kvenna og þær notaðar sem leið að því að skerða réttindi allra kvenna. Í fyrstu voru þetta aðallega fáfróðir og fordómafullir einstaklingar, sem við oft köllum virkir í athugasemdum, sem spúðu út úr sér endalausum ranghugmyndum um trans fólk, sem margoft hefur verið sannreynt að sé vitleysa af hálfu alþjóðlegra fræða, heilbrigðis og vísindastofnana. En svo gerðist það að stjórnmálafólk, yst á hægri væng stjórnmálana, sáu sér leik á borði og fóru að nota trans fólk, sérstaklega trans konur sem blóraböggull fyrir nánast allt mögulegt og ómögulegt. Þetta stjórnmálafólk fór síðan að sjá að þessi "GRÝLA" var að virka vel á þá einstaklinga í samfélaginu sem voru reiðir og vildu ekkert frekar en að fá að níðast á einhverjum öðrum til þess að fá útrás fyrir sína reiði, og þannig fá fullt af atkvæðum, enda það eina sem þessir poppulistar vilja er völd og nákvæmlega sama hvernig þeir ná þeim. Þetta er einmitt það sem níðingar gera (bullies á ensku), þeir níðast á öðru fólki, sérstaklega þeim sem er minni máttar, til þess að upphefja sjálfa sig úr eigin vanmætti og vanlíðan. En er það þannig samfélag sem við viljum búa í hér á landi? Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihluta hóp eins og trans fólki? Samþykkjum við það sem þjóð að það er í lagi og jafnvel sjálfsagt að vera níðingur, með engin lífsgildi önnur en að það megi vera vondur við annað fólk, ef það fólk er trans? Af hverju er endalaust verið að gefa slíkum níðingum meira vald með að auglýsa þá í fjölmiðlum, taka við þá viðtöl og ýta undir þessar ranghugmyndir að það sé í lagi að hafa skoðun á lífi, heilsu og tilvist fólks?! Eins og sést best þegar fólk sem er hreinlega að rifna af hatri gagnvart trans fólki, heldur ráðstefnur með aðstoð stjórnmálaflokks og fær endalaust lánað og leigt húsnæði undir slíka viðburði og prentar viðbjóð með hjálp prentþjónustu til þess eins að gera líf trans fólks enn erfiðara en raun ber vitni. Og af hverju er endalaust ætlast til þess að við, sem tilheyrum þessum minnihlutahóp, séu kurteis, málefnaleg, hlý, viðkunnaleg og skilningsrík, en megum aldrei vera sár eða reið, því þá erum við stimpluð enn frekar?! Ég er fyrir löngu síðan búin að fá nóg af fáfræðinni og fordómunum sem endalaust fá svigrúm í heiminum í dag. En ég get ósköp lítið gert annað en að skrifa, mæta sjálf í viðtöl og hrópa á skýin, í veikri von um að fólk þessa heims öðlist smá visku og lesi sér til og hlusti á annað fólk. Eins og þessi mýta að trans fólk sjái eftir að hafa farið í gegnum ferlið!! Rannsóknir sýna að einungis 0,5% trans fólks sem hefur farið í gegnum kynstaðfestandi hormónameðferðir og kynstaðfestandi skurðaðgerðir, sjá eftir að hafa farið í gegnum ferlið, á meðan um 8 - 25% sjá eftir allskonar öðrum aðgerðum, eins og hnjáaðgerðum, hjartaaðgerðum, mjaðmaskiptum og margt fleira. Er það þá réttlætanlegt að taka lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu af 99,5% trans fólks til að "bjarga" þessum 0,5% frá þessum örlögum?! Hvaða rugl röksemdafærsla er þetta?! Þá ættum við, samkvæmt sömu rökum, að hætta allri heilbrigðisþjónustu og öllum aðgerðum. Einnig alveg að hætta að eignast börn, því samkvæmt rannsóknum þá sjá um 8% fólks eftir því að hafa átt börn! https://www.americanjournalofsurgery.com/article/S0002-9610(24)00238-1/fulltext Það er ekki trans fólki að kenna að vextir séu háir, að matarverð hækki alltaf umfram launahækkanir, að húsnæði sé á skornum skammti, að vegirnir séu með þeim lélegustu í Evrópu, að eldgos verði á Íslandi og flugfélög fari á hausinn. Við erum fólk eins og annað fólk og okkar líf, andleg og líkamleg heilsa ætti ekki sífellt að vera ógnað til þess eins að níðingar fái endalaust að upphefja sjálfa sig og næla í atkvæði annarra níðinga! En ég veit líka að níðingarnir þrífast best á aðgerðaleysi þeirra sem hvorki verða fyrir einelti eða eru að beita því. Þið haldið eflaust að þið eruð hlutlaus, en illskan þrífst best þegar gott fólk gerir ekkert og þannig eruð þið samsek eineltinu. Viljið þið halda áfram að senda þau skilaboð til barna okkar og barnabarna að hér á Íslandi má vera Níðingur?! Að einelti sé í lagi?! Eða að einelti og ofsóknir séu í lagi þegar það er gegn fólki sem ykkur finnst ekki ásættanlega "öðruvísi"? Því það eru skilaboðin sem þið eruð að senda, þegar þig standið ekki á móti því einelti sem á sér stað gagnvart trans fólki í heiminum í dag. Munum að það er alltaf val hvernig manneskja þú vilt vera og að vera gott fólk er ekki að níðast á öðru fólki, þó það fari í taugarnar á þér. Það má best sjá á því hversu endalaust hinsegin fólk hefur sýnt langlundargeð, kurteisi og jafnvel mætt hatrinu með endalausum kærleika og þolinmæði, hvernig fólk við erum. Nú er komið að ykkur, kæra þjóð að sýna okkur, að þið eruð ekki síðri en við þegar kemur að því að tileinka ykkur góð lífsgildi. Ást, umhyggja og virðing til ykkar allra, alltaf! Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Magnea Danks Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur það sífellt orðið algengara að ráðast að réttindum minnihlutahópa, sérstaklega mannréttindum og borgaralegum réttindum trans kvenna og þær notaðar sem leið að því að skerða réttindi allra kvenna. Í fyrstu voru þetta aðallega fáfróðir og fordómafullir einstaklingar, sem við oft köllum virkir í athugasemdum, sem spúðu út úr sér endalausum ranghugmyndum um trans fólk, sem margoft hefur verið sannreynt að sé vitleysa af hálfu alþjóðlegra fræða, heilbrigðis og vísindastofnana. En svo gerðist það að stjórnmálafólk, yst á hægri væng stjórnmálana, sáu sér leik á borði og fóru að nota trans fólk, sérstaklega trans konur sem blóraböggull fyrir nánast allt mögulegt og ómögulegt. Þetta stjórnmálafólk fór síðan að sjá að þessi "GRÝLA" var að virka vel á þá einstaklinga í samfélaginu sem voru reiðir og vildu ekkert frekar en að fá að níðast á einhverjum öðrum til þess að fá útrás fyrir sína reiði, og þannig fá fullt af atkvæðum, enda það eina sem þessir poppulistar vilja er völd og nákvæmlega sama hvernig þeir ná þeim. Þetta er einmitt það sem níðingar gera (bullies á ensku), þeir níðast á öðru fólki, sérstaklega þeim sem er minni máttar, til þess að upphefja sjálfa sig úr eigin vanmætti og vanlíðan. En er það þannig samfélag sem við viljum búa í hér á landi? Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihluta hóp eins og trans fólki? Samþykkjum við það sem þjóð að það er í lagi og jafnvel sjálfsagt að vera níðingur, með engin lífsgildi önnur en að það megi vera vondur við annað fólk, ef það fólk er trans? Af hverju er endalaust verið að gefa slíkum níðingum meira vald með að auglýsa þá í fjölmiðlum, taka við þá viðtöl og ýta undir þessar ranghugmyndir að það sé í lagi að hafa skoðun á lífi, heilsu og tilvist fólks?! Eins og sést best þegar fólk sem er hreinlega að rifna af hatri gagnvart trans fólki, heldur ráðstefnur með aðstoð stjórnmálaflokks og fær endalaust lánað og leigt húsnæði undir slíka viðburði og prentar viðbjóð með hjálp prentþjónustu til þess eins að gera líf trans fólks enn erfiðara en raun ber vitni. Og af hverju er endalaust ætlast til þess að við, sem tilheyrum þessum minnihlutahóp, séu kurteis, málefnaleg, hlý, viðkunnaleg og skilningsrík, en megum aldrei vera sár eða reið, því þá erum við stimpluð enn frekar?! Ég er fyrir löngu síðan búin að fá nóg af fáfræðinni og fordómunum sem endalaust fá svigrúm í heiminum í dag. En ég get ósköp lítið gert annað en að skrifa, mæta sjálf í viðtöl og hrópa á skýin, í veikri von um að fólk þessa heims öðlist smá visku og lesi sér til og hlusti á annað fólk. Eins og þessi mýta að trans fólk sjái eftir að hafa farið í gegnum ferlið!! Rannsóknir sýna að einungis 0,5% trans fólks sem hefur farið í gegnum kynstaðfestandi hormónameðferðir og kynstaðfestandi skurðaðgerðir, sjá eftir að hafa farið í gegnum ferlið, á meðan um 8 - 25% sjá eftir allskonar öðrum aðgerðum, eins og hnjáaðgerðum, hjartaaðgerðum, mjaðmaskiptum og margt fleira. Er það þá réttlætanlegt að taka lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu af 99,5% trans fólks til að "bjarga" þessum 0,5% frá þessum örlögum?! Hvaða rugl röksemdafærsla er þetta?! Þá ættum við, samkvæmt sömu rökum, að hætta allri heilbrigðisþjónustu og öllum aðgerðum. Einnig alveg að hætta að eignast börn, því samkvæmt rannsóknum þá sjá um 8% fólks eftir því að hafa átt börn! https://www.americanjournalofsurgery.com/article/S0002-9610(24)00238-1/fulltext Það er ekki trans fólki að kenna að vextir séu háir, að matarverð hækki alltaf umfram launahækkanir, að húsnæði sé á skornum skammti, að vegirnir séu með þeim lélegustu í Evrópu, að eldgos verði á Íslandi og flugfélög fari á hausinn. Við erum fólk eins og annað fólk og okkar líf, andleg og líkamleg heilsa ætti ekki sífellt að vera ógnað til þess eins að níðingar fái endalaust að upphefja sjálfa sig og næla í atkvæði annarra níðinga! En ég veit líka að níðingarnir þrífast best á aðgerðaleysi þeirra sem hvorki verða fyrir einelti eða eru að beita því. Þið haldið eflaust að þið eruð hlutlaus, en illskan þrífst best þegar gott fólk gerir ekkert og þannig eruð þið samsek eineltinu. Viljið þið halda áfram að senda þau skilaboð til barna okkar og barnabarna að hér á Íslandi má vera Níðingur?! Að einelti sé í lagi?! Eða að einelti og ofsóknir séu í lagi þegar það er gegn fólki sem ykkur finnst ekki ásættanlega "öðruvísi"? Því það eru skilaboðin sem þið eruð að senda, þegar þig standið ekki á móti því einelti sem á sér stað gagnvart trans fólki í heiminum í dag. Munum að það er alltaf val hvernig manneskja þú vilt vera og að vera gott fólk er ekki að níðast á öðru fólki, þó það fari í taugarnar á þér. Það má best sjá á því hversu endalaust hinsegin fólk hefur sýnt langlundargeð, kurteisi og jafnvel mætt hatrinu með endalausum kærleika og þolinmæði, hvernig fólk við erum. Nú er komið að ykkur, kæra þjóð að sýna okkur, að þið eruð ekki síðri en við þegar kemur að því að tileinka ykkur góð lífsgildi. Ást, umhyggja og virðing til ykkar allra, alltaf! Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun