Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 20. október 2025 08:32 Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Helgi Áss Grétarsson Bensín og olía Skipulag Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun