Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 20. október 2025 08:32 Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Helgi Áss Grétarsson Bensín og olía Skipulag Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun