Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2025 00:02 Ítarleg leit hefur farið fram á Gasa að líkum gíslanna sem enn á eftir að skila til Ísrael. Hamas hefur sagt erfitt að finna þau vegna mikillar eyðileggingar á Gasa eftir sprengjuárásir Ísraela. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa heimildir fyrir því að Hamas sé að skipuleggja árásir gegn almenningi á Gasa og myndi þar sem brjóta vopnahléssamkomulagið sem tók gildi þann 10. október. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi árás, sem ráðuneytið hafi einhverja vitneskju um, myndi vera alvarlegt brot á vopnahléssamkomulaginu og grafa undan þeim árangri sem þegar hafi náðst. Þess er krafist í tilkynningunni að Hamas standi við kröfur samkomulagsins. Þá segir að ef verði af árásinni verði gripið til aðgerða til að vernda bæði fólkið á Gasa og samkomulagið sjálft. Fjallað var um það á vef BBC fyrr í dag að Hamas hefði afhent lík tveggja gísla. Rauði krossinn hafi séð um milligöngu flutninga og að enn eigi eftir að bera kennsl á líkin. Í frétt BBC segir að Hamas hafi greint frá því að líkin hafi fundist fyrr í dag. Fyrir það hafði líkum tíu af 28 látnum gíslum verið skilað til Ísrael. Enn er mikil reiði í Ísrael vegna þess að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu átti Hamas að afhenda alla gísla, lifandi og látna. Benjamín Netanahjú hefur fyrirskipað að Rafah landamærin við Gasa verði lokuð þar til búið er að skila síðustu gíslunum og þar með standa við skilmála samkomulagsins. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist staðráðinn í því að þvinga Hamas liða til að skila líkamsleifum allra þeirra gísla sem létust í haldi samtakanna. 17. október 2025 08:07 Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. 16. október 2025 21:59 Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu. 16. október 2025 06:36 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi árás, sem ráðuneytið hafi einhverja vitneskju um, myndi vera alvarlegt brot á vopnahléssamkomulaginu og grafa undan þeim árangri sem þegar hafi náðst. Þess er krafist í tilkynningunni að Hamas standi við kröfur samkomulagsins. Þá segir að ef verði af árásinni verði gripið til aðgerða til að vernda bæði fólkið á Gasa og samkomulagið sjálft. Fjallað var um það á vef BBC fyrr í dag að Hamas hefði afhent lík tveggja gísla. Rauði krossinn hafi séð um milligöngu flutninga og að enn eigi eftir að bera kennsl á líkin. Í frétt BBC segir að Hamas hafi greint frá því að líkin hafi fundist fyrr í dag. Fyrir það hafði líkum tíu af 28 látnum gíslum verið skilað til Ísrael. Enn er mikil reiði í Ísrael vegna þess að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu átti Hamas að afhenda alla gísla, lifandi og látna. Benjamín Netanahjú hefur fyrirskipað að Rafah landamærin við Gasa verði lokuð þar til búið er að skila síðustu gíslunum og þar með standa við skilmála samkomulagsins.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist staðráðinn í því að þvinga Hamas liða til að skila líkamsleifum allra þeirra gísla sem létust í haldi samtakanna. 17. október 2025 08:07 Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. 16. október 2025 21:59 Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu. 16. október 2025 06:36 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist staðráðinn í því að þvinga Hamas liða til að skila líkamsleifum allra þeirra gísla sem létust í haldi samtakanna. 17. október 2025 08:07
Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. 16. október 2025 21:59
Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu. 16. október 2025 06:36