Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar 18. október 2025 15:01 Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Bogi Nils Bogason Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun