Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2025 07:02 Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun