Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:58 Rakel Guðfinnsdóttir, eigandi Okkar talþjálfun. Bylgjan Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru. Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru.
Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira