Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. október 2025 18:31 Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun