Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar 16. október 2025 18:02 Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu. Lengi hefur verið bent á hvað mætti betur fara í rekstri leikskóla og samtal við sveitarfélög hefur ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Álag vegna starfsmannahalds í leikskólum, einna helst vegna styttingar vinnuviku starfsmanna án þess að skerða þjónustu, er að gera út af við stjórnendur, kennara og leiðbeinendur leikskóla. Styttingin hefur einnig slæm áhrif á foreldra vegna fáliðunarstefnu sem sett er á til að tryggja öryggi barna og starfsmanna. Allt þetta og meira til bitnar að lokum alltaf á börnunum. Aukinn stöðugleiki í skólastarfinu Nú er mikið rætt um aðgerðir sveitarfélaga sem hafa miðað að því að bæta náms- og starfsaðstæður barna og kennara, sérstaklega til að koma til móts við styttingu vinnuviku starfsmanna. Kópavogur með „Kópavogsmódelið“ var sveitarfélagið sem tók af skarið og fór í markvissar aðgerðir til að bæta náms- og starfsaðstæður. Aðgerðir sem hafa aukið stöðugleika í starfsmannahaldi og hafa styrkt faglegt starf, sem foreldrar, starfsfólk og stjórnendur hafa fundið vel fyrir. Önnur sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið, með góðum árangri. Breytingar af sama meiði hafa verið gerðar hjá Akureyrarbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Árborg . Nú er ætlunin að Reykjavíkurborg bætist í hópinn. Skólastjórnendur og skólafólk í leikskólum borgarinnar hefur fagnað áætlun Reykjavíkurborgar og bindur vonir við að aðgerðirnar komi til móts við gríðarlegt álag sem skapast hefur síðustu ár vegna starfsmannamála – sem aftur er vegna styttingar vinnuviku starfsmanna. Starfsfólk vinnur 36 klukkustundir á viku en á sama tíma er skólavika nær allra barna á bilinu 40 til 42,5 klukkustundir á viku. Þetta gengur ekki upp og á það hefur ítrekað verið bent. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa farið í ofangreindar aðgerðir með það að markmiði að styrkja faglegt starf, og stuðla að stöðugleika með bættum náms- og starfsaðstæðum, vekja vonir fyrir stjórnendur, kennara og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur. Aukin gæði og minna álag Niðurstöður rannsóknarinnar „Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla“ sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við HA, og Svava Björg Mörk, dósent við HÍ, gerðu 2024 og 2025, sýnir að skólatími barna í leikskólum Kópavogs og Akureyrarbæjar leiddi af sér meiri gæði í skólastarfi og hægt var að sinna námi og umönnun barna betur en áður. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós að ástandið í leikskólunum hafði verið „þungt“ áður en til breytinganna kom. Hóparnir sem rætt var við töluðu allir um mikið álag og erfiðar starfsaðstæður. Skólastjórnendur og deildarstjórar tengdu þessa orðræðu meðal annars við styttingu vinnuvikunnar sem gat haft í för með sér undirmönnum með tilheyrandi áhrifum á skólastarfið og með líka á líðan starfsfólks og barna. Reynslan sýnir þannig að aðgerðir á borð við þær sem Kópavogur, og fleiri sveitarfélög, hafa farið í hafa haft jákvæð áhrif á stöðugleika, skipulag skólastarfs, gæði náms og ekki síst hafa þær komið til móts við þann aðkallandi vanda sem stytting vinnuviku starfsfólks leikskóla hafði haft í för með sér. Kópavogsbær lagði í lok árs 2023 fram könnun fyrir starfsfólk leikskóla bæjarins og foreldra leikskólabarna á áhrifum verkefnisins „Börnin í fyrsta sæti“ eða Kópavogsmódelið. Helstu niðurstöður voru þessar: 63% starfsmanna voru sammála og mjög sammála um að verkefnið hefði dregið úr álagi í starfi. 13% voru ósammála eða mjög ósammála því. 62% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála því að verkefnið hefði skapað betri starfsanda. Tæplega 10% starfsmanna voru ósammála eða mjög ósammála því. 53% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni að verkefnið hefði styrkt faglegt starf. 10% starfsmanna voru því ósammála eða mjög ósammála. Þetta eru nokkur svör sem dæmi um viðhorf þeirra sem voru spurðir. Hægt er að kynna sér niðurstöður könnunarinnar á vef Kópavogsbæjar. Framtíðin byggir á mannauði Mótum framtíðina saman, með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri og eiga bjartari framtíð. Það er ekki aðeins hagsmunamál hvers barns, heldur alls samfélagsins. Framtíð Íslands byggir á mannauðinum – unga fólkinu sem á eftir að láta drauma sína rætast. Saman getum við skapað skilyrði þar sem menntun, fagmennska og stöðugleiki eru í forgrunni – á því ferðalagi leika stjórnendur leikskóla og kennarar lykilhlutverk. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu. Lengi hefur verið bent á hvað mætti betur fara í rekstri leikskóla og samtal við sveitarfélög hefur ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Álag vegna starfsmannahalds í leikskólum, einna helst vegna styttingar vinnuviku starfsmanna án þess að skerða þjónustu, er að gera út af við stjórnendur, kennara og leiðbeinendur leikskóla. Styttingin hefur einnig slæm áhrif á foreldra vegna fáliðunarstefnu sem sett er á til að tryggja öryggi barna og starfsmanna. Allt þetta og meira til bitnar að lokum alltaf á börnunum. Aukinn stöðugleiki í skólastarfinu Nú er mikið rætt um aðgerðir sveitarfélaga sem hafa miðað að því að bæta náms- og starfsaðstæður barna og kennara, sérstaklega til að koma til móts við styttingu vinnuviku starfsmanna. Kópavogur með „Kópavogsmódelið“ var sveitarfélagið sem tók af skarið og fór í markvissar aðgerðir til að bæta náms- og starfsaðstæður. Aðgerðir sem hafa aukið stöðugleika í starfsmannahaldi og hafa styrkt faglegt starf, sem foreldrar, starfsfólk og stjórnendur hafa fundið vel fyrir. Önnur sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið, með góðum árangri. Breytingar af sama meiði hafa verið gerðar hjá Akureyrarbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Árborg . Nú er ætlunin að Reykjavíkurborg bætist í hópinn. Skólastjórnendur og skólafólk í leikskólum borgarinnar hefur fagnað áætlun Reykjavíkurborgar og bindur vonir við að aðgerðirnar komi til móts við gríðarlegt álag sem skapast hefur síðustu ár vegna starfsmannamála – sem aftur er vegna styttingar vinnuviku starfsmanna. Starfsfólk vinnur 36 klukkustundir á viku en á sama tíma er skólavika nær allra barna á bilinu 40 til 42,5 klukkustundir á viku. Þetta gengur ekki upp og á það hefur ítrekað verið bent. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa farið í ofangreindar aðgerðir með það að markmiði að styrkja faglegt starf, og stuðla að stöðugleika með bættum náms- og starfsaðstæðum, vekja vonir fyrir stjórnendur, kennara og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur. Aukin gæði og minna álag Niðurstöður rannsóknarinnar „Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla“ sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við HA, og Svava Björg Mörk, dósent við HÍ, gerðu 2024 og 2025, sýnir að skólatími barna í leikskólum Kópavogs og Akureyrarbæjar leiddi af sér meiri gæði í skólastarfi og hægt var að sinna námi og umönnun barna betur en áður. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós að ástandið í leikskólunum hafði verið „þungt“ áður en til breytinganna kom. Hóparnir sem rætt var við töluðu allir um mikið álag og erfiðar starfsaðstæður. Skólastjórnendur og deildarstjórar tengdu þessa orðræðu meðal annars við styttingu vinnuvikunnar sem gat haft í för með sér undirmönnum með tilheyrandi áhrifum á skólastarfið og með líka á líðan starfsfólks og barna. Reynslan sýnir þannig að aðgerðir á borð við þær sem Kópavogur, og fleiri sveitarfélög, hafa farið í hafa haft jákvæð áhrif á stöðugleika, skipulag skólastarfs, gæði náms og ekki síst hafa þær komið til móts við þann aðkallandi vanda sem stytting vinnuviku starfsfólks leikskóla hafði haft í för með sér. Kópavogsbær lagði í lok árs 2023 fram könnun fyrir starfsfólk leikskóla bæjarins og foreldra leikskólabarna á áhrifum verkefnisins „Börnin í fyrsta sæti“ eða Kópavogsmódelið. Helstu niðurstöður voru þessar: 63% starfsmanna voru sammála og mjög sammála um að verkefnið hefði dregið úr álagi í starfi. 13% voru ósammála eða mjög ósammála því. 62% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála því að verkefnið hefði skapað betri starfsanda. Tæplega 10% starfsmanna voru ósammála eða mjög ósammála því. 53% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni að verkefnið hefði styrkt faglegt starf. 10% starfsmanna voru því ósammála eða mjög ósammála. Þetta eru nokkur svör sem dæmi um viðhorf þeirra sem voru spurðir. Hægt er að kynna sér niðurstöður könnunarinnar á vef Kópavogsbæjar. Framtíðin byggir á mannauði Mótum framtíðina saman, með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri og eiga bjartari framtíð. Það er ekki aðeins hagsmunamál hvers barns, heldur alls samfélagsins. Framtíð Íslands byggir á mannauðinum – unga fólkinu sem á eftir að láta drauma sína rætast. Saman getum við skapað skilyrði þar sem menntun, fagmennska og stöðugleiki eru í forgrunni – á því ferðalagi leika stjórnendur leikskóla og kennarar lykilhlutverk. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun