Innlent

Óttast um geð­heilsu for­eldra og meint að­för stjórn­valda gegn fjöl­miðlum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Einstæð móðir segir ábyrgð á sprungnu leikskólakerfi vera velt yfir á foreldra með breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Hún segist óttast um geðheilsu foreldra nái tillögurnar fram að ganga.

Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla. Framsögumaður segir frumvarpið senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina.

Sjötti hver sem er 60 ára og eldri verður fyrir ofbeldi árlega samkvæmt alþjóðlegum tölum. Þá eykst hættan á ofbeldi með öldrun þjóðarinnar. Þetta er á meðal þess sem rætt hefur verið í morgun, á málþingi um ofbeldi gegn eldra fólki sem nú stendur yfir í húsnæði Landssambands eldri borgara.

Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn, á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×