Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2025 21:30 Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun