Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar 16. október 2025 08:30 Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun