Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fyrir utan leikskóla í morgun. Vísir/Anton Brink Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“ Leikskólar Reykjavík Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“
Leikskólar Reykjavík Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira