Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fyrir utan leikskóla í morgun. Vísir/Anton Brink Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“ Leikskólar Reykjavík Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“
Leikskólar Reykjavík Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira