Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir og Halldór Reynisson skrifa 15. október 2025 12:00 Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun