Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 15. október 2025 10:46 Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun