Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. október 2025 10:32 „Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun