Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 11:35 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu. Dómur í máli tveggja lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30. Falli dómurinn lántakendunum í hag mun Íslandsbanki þurfa að greiða þeim nokkra tugi þúsunda króna en dómurinn verður fordæmisgefandi og mun því geta leitt til þess að þúsundir lántakenda krefji lánveitanda sinn um endurgreiðslu, auk þess sem þeir myndu þurfa að breyta skilmálum sínu. Þannig áætla Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn að tjón þeirra af því gæti numið samanlagt allt að sjötíu milljörðum króna. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður spurði Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort stjórnvöld væru búin undir niðurstöðu Hæstaréttar. „Já, við erum það. Það hefur verið farið yfir stöðu bankanna, þeir standa sterkt. Íslenskir bankar eru vel fjármagnaðir. Svo verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Við höfum sem sagt farið yfir hvora niðurstöðuna sem gæti komið,“ sagði hann. Bankarnir séu undirbúnir Hversu mikið áfall gæti þetta verið verði þetta bönkunum ekki í hag? „Þú getur auðvitað kallað þetta áfall en þetta yrðu væntanlega gleðifréttir fyrir lánþeganna. Það hleypur auðvitað á milljörðum en þeir eru meðvitaðir um það og hafa gert ráð fyrir því að það gæti farið þannig. En eins og ég segi, ég held að það sé óvarlegt að tjá sig fyrr en dómur fellur.“ Vilt þú eitthvað spá fyrir um málið? „Nei.“ Mikilvægt að neytendur geti skilið skilmála Þá segir Daði Már að sama hvernig fari sé almennt mjög mikilvægt að þeir samningar sem neytendum eru boðnir, hvort sem það eru lánasamningar eða aðrir samningar, séu þannig að neytendur séu geti skilið þá. „Ég held að lærdómurinn sem við þurfum að draga sé að það sé mjög mikilvægt að lán sem eru á breytilegum vöxtum, að þeir breytilegu vextir séu skiljanlegir og að neytendur séu í aðstöðu til þess að meta hver kostnaðurinn er.“ Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 13. október 2025 12:06 Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. 23. september 2025 13:02 Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. 13. febrúar 2025 16:30 Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. 13. febrúar 2025 15:03 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Dómur í máli tveggja lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30. Falli dómurinn lántakendunum í hag mun Íslandsbanki þurfa að greiða þeim nokkra tugi þúsunda króna en dómurinn verður fordæmisgefandi og mun því geta leitt til þess að þúsundir lántakenda krefji lánveitanda sinn um endurgreiðslu, auk þess sem þeir myndu þurfa að breyta skilmálum sínu. Þannig áætla Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn að tjón þeirra af því gæti numið samanlagt allt að sjötíu milljörðum króna. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður spurði Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort stjórnvöld væru búin undir niðurstöðu Hæstaréttar. „Já, við erum það. Það hefur verið farið yfir stöðu bankanna, þeir standa sterkt. Íslenskir bankar eru vel fjármagnaðir. Svo verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Við höfum sem sagt farið yfir hvora niðurstöðuna sem gæti komið,“ sagði hann. Bankarnir séu undirbúnir Hversu mikið áfall gæti þetta verið verði þetta bönkunum ekki í hag? „Þú getur auðvitað kallað þetta áfall en þetta yrðu væntanlega gleðifréttir fyrir lánþeganna. Það hleypur auðvitað á milljörðum en þeir eru meðvitaðir um það og hafa gert ráð fyrir því að það gæti farið þannig. En eins og ég segi, ég held að það sé óvarlegt að tjá sig fyrr en dómur fellur.“ Vilt þú eitthvað spá fyrir um málið? „Nei.“ Mikilvægt að neytendur geti skilið skilmála Þá segir Daði Már að sama hvernig fari sé almennt mjög mikilvægt að þeir samningar sem neytendum eru boðnir, hvort sem það eru lánasamningar eða aðrir samningar, séu þannig að neytendur séu geti skilið þá. „Ég held að lærdómurinn sem við þurfum að draga sé að það sé mjög mikilvægt að lán sem eru á breytilegum vöxtum, að þeir breytilegu vextir séu skiljanlegir og að neytendur séu í aðstöðu til þess að meta hver kostnaðurinn er.“
Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 13. október 2025 12:06 Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. 23. september 2025 13:02 Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. 13. febrúar 2025 16:30 Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. 13. febrúar 2025 15:03 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 13. október 2025 12:06
Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. 23. september 2025 13:02
Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. 13. febrúar 2025 16:30
Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. 13. febrúar 2025 15:03