Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar 13. október 2025 14:30 Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nagladekk Umhverfismál Loftgæði Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun