Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 13. október 2025 09:02 Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennafrídagurinn Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun