Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. október 2025 13:03 Anna Margrét Grétarsdóttir lætur ummælin ekki á sig fá. Facebook Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“ Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira