Innlent

Líkams­á­rás við skemmti­stað

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögreglan við störf í miðbænum. Úr safni.
Lögreglan við störf í miðbænum. Úr safni. Vísir/Samúel

Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem verkefni gærkvöldsins og næturinnar eru tíunduð.

Þar segir einnig frá annarri líkamsárás inni á skemmtistað, en í dagbók eru engar frekari upplýsingar um hana.

Tilkynnt var um ölvaðan einstakling í átökum við dyraverði og aðra gesti skemmtistaðar í miðbænum. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×