Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar 11. október 2025 10:30 Það er ákveðin þversögn í íslensku samfélagi sem við ræðum sjaldan af fullri hreinskilni. Við tölum mikið um löggæslu og heilbrigðiskerfi, en í raun mætast þessar tvær stoðir samfélagsins mjög oft á sama stað í sömu aðstæðum og er birtingarmyndin jafnan manneskjur sem hafa misst tökin á eigin lífi. Geðheilbrigðismál eru ekki lengur jaðarfyrirbæri, þau eru hjarta málsins þegar rætt er um samfélagslegt heilbrigði. Þau snúast ekki bara um veikindi heldur um tengingu, virðingu og að hafa skining á því hversu brothætt lífið getur verið. Íslendingar eru í dag betur upplýstir um geðræn málefni en nokkru sinni fyrr, en þrátt fyrir aukna vitund eru úrræðin víða veik. Kerfið er of oft byggt á bráðaviðbrögðum en ekki fyrirbyggjandi stuðningi. Við bregðumst við þegar vandinn er orðinn sýnilegur í stað þess að hlúa að fólki áður en það brotnar. Þessi viðbragðsmenning á sér spegil í löggæslunni þar sem við sjáum oftar en ekki manneskjur í mikilli neyð, ekki glæpamenn í hefðbundnum skilningi, heldur einstaklinga sem hafa tapað áttum, tapað sjálfsvirðingu eða einfaldlega misst tengslin við veruleikann. Þegar ég starfaði sem lögreglumaður varð mér þetta æ ljósara. Ég sá oftar en einu sinni hvernig kerfin, bæði réttarkerfið og heilbrigðiskerfið töluðu ekki sama tungumálið. Það sem er á bak við það sem kallað er „atvik“ í dagbók lögreglunnar er oftar en ekki manneskja í kreppu, hrædd, reið, örvæntingarfull eða rugluð. Í augum kerfisins varð hún fljótt „vandamál“ sem þurfti að leysa, ekki manneskja sem þurfti að skilja. Þetta er ekki vegna skeytingarleysis lögreglumanna, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum ekki menntuð eða þjálfuð til að sjá undir yfirborðið. Þegar lögregla kemur á vettvang þar sem einstaklingur er í geðrofi eða sjálfsskaðahættu er álagið gríðarlegt. Þeir sem hafa upplifað slíkar aðstæður vita að engin bók segir þér hvernig á að tala við manneskju sem hefur misst raunveruleikatengsl. Þú getur ekki beitt valdi eða rökhugsun. Þú þarft hjarta, þolinmæði og virðingu. Og það er nákvæmlega það sem ég lærði þegar ég fór sjálfur að starfa á geðdeild. Vinnan á geðsviði var og er án nokkurs vafa besta vinna sem ég hef unnið. Hún umbreytti sýn minni á manneskjuna, á heilbrigðiskerfið og á sjálfan mig. Þar var ekki lengur spurning um að bregðast við, heldur að mæta. Að mæta manneskju þar sem hún er, án dóms og án þess að ætla að „laga“ hana. Það sem virtist áður óskiljanlegt varð allt í einu mannlegt. Reiðin, hræðslan, kvíðinn og þögnin, hafði allt merkingu. Á geðdeildinni lærir maður að lesa það sem ekki er sagt. Maður lærir að þögn getur verið hróp, að bros getur verið gríma og að sakleysi getur falið djúpan sársauka. Maður lærir að traust er ekki sjálfgefið, það er verðmætasta gjöf sem sjúklingur getur gefið. Og maður lærir að styrkur birtist ekki í völdum eða skipunum, heldur í ró, nærveru og samkennd. Ég sá samstarfsfólk á geðsviðinu vinna kraftaverk á hverjum degi, oftast ekki með lyfjum eða lækningatækjum, heldur með hlustun, snertingu, húmor og þrautseigju. Það sem kom mér mest á óvart var hve margir þeirra sem áttu við alvarleg geðræn veikindi að stríða voru í raun með ótrúlega djúpan skilning á mannlegu eðli. Þeir höfðu séð myrkrið, fundið fyrir því á eigin skinni og voru oft með meira innsæi og hlýju en margir heilbrigðir einstaklingar. Þeir kenndu mér að veikindi taka ekki manngildið af neinum. Þvert á móti geta þau afhjúpað kjarnann í því hvað það þýðir að vera manneskja. Þegar ég hugsa til baka sé ég hve ómetanlegt væri ef allir lögreglumenn fengju að upplifa tímabil á geðdeild áður en þeir stíga út á vettvang. Það myndi breyta öllu. Það myndi breyta hvernig við nálgumst fólk í vanda, hvernig við túlkum hegðun og hvernig við forðumst að dæma áður en við skiljum. Það er erfitt að kenna samkennd í kennslustofu, en hún vex í mannlegri nálægð, í því að sitja við rúmstokk, hlusta á mann tala í ringulreið eða sjá augnaráð fyllt ótta og örvæntingu. Ef löggæsla og heilbrigðiskerfi myndu vinna nánar saman, með manninn í miðju, myndi samfélagið allt græða. Lögreglumenn myndu læra að bregðast við með innsæi og virðingu, heilbrigðisstarfsfólk myndi skilja betur aðstæður úti í samfélaginu og saman myndum við byggja brú milli þess sem við köllum „öryggi“ og þess sem við köllum „heilbrigði“. Því í raun eru þetta tvær hliðar á sama peningnum. Það sem ég tók með mér úr starfi mínu á geðsviði er ekki aðeins aukin fagþekking, heldur ný sýn á mannlegt eðli. Ég fór þangað sem fyrrverandi lögreglumaður, en ég kom þaðan sem maður. Ég lærði að það sem fólk þarf mest þegar það er veikt eða í vanda er ekki að vera bjargað, heldur að vera séð. Ég lærði að hjálp er ekki alltaf verknaður, hún er viðvera. Og ég lærði að stundum er besta öryggisráðstöfunin ekki handjárn eða skipun, heldur augnsamband og orð eins og „ég sé þig.“ Það er kominn tími til að við horfum á geðheilbrigðismál ekki sem sérstakt svið innan heilbrigðiskerfisins ,heldur sem spegil á heilsu okkar allra. Við erum öll á einhvers konar rófi, öll með brothætt jafnvægi sem lífið getur raskað. Ef við getum skapað samfélag þar sem við mætum hvert öðru með meiri virðingu, meðvitund og mildi, þá munum við ekki aðeins sjá heilbrigðiskerfið batna, heldur samfélagið sjálft. Vinnan á geðdeild var ekki bara starf, hún var lífsnám. Þar lærði ég hvað raunveruleg þjónusta er eins og að mæta fólki þar sem það er, án skilyrða, án yfirvalds og án hlekkja. Ég vona að einn daginn verði það hluti af menntun allra sem vinna að öryggi annarra. Að læra að sjá hið brothætta sem afl og ekki ógn. Því í raun er það ekki valdið sem gerir okkur sterk, það er skilningurinn. Til hamingju með daginn, öll sömul. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er ákveðin þversögn í íslensku samfélagi sem við ræðum sjaldan af fullri hreinskilni. Við tölum mikið um löggæslu og heilbrigðiskerfi, en í raun mætast þessar tvær stoðir samfélagsins mjög oft á sama stað í sömu aðstæðum og er birtingarmyndin jafnan manneskjur sem hafa misst tökin á eigin lífi. Geðheilbrigðismál eru ekki lengur jaðarfyrirbæri, þau eru hjarta málsins þegar rætt er um samfélagslegt heilbrigði. Þau snúast ekki bara um veikindi heldur um tengingu, virðingu og að hafa skining á því hversu brothætt lífið getur verið. Íslendingar eru í dag betur upplýstir um geðræn málefni en nokkru sinni fyrr, en þrátt fyrir aukna vitund eru úrræðin víða veik. Kerfið er of oft byggt á bráðaviðbrögðum en ekki fyrirbyggjandi stuðningi. Við bregðumst við þegar vandinn er orðinn sýnilegur í stað þess að hlúa að fólki áður en það brotnar. Þessi viðbragðsmenning á sér spegil í löggæslunni þar sem við sjáum oftar en ekki manneskjur í mikilli neyð, ekki glæpamenn í hefðbundnum skilningi, heldur einstaklinga sem hafa tapað áttum, tapað sjálfsvirðingu eða einfaldlega misst tengslin við veruleikann. Þegar ég starfaði sem lögreglumaður varð mér þetta æ ljósara. Ég sá oftar en einu sinni hvernig kerfin, bæði réttarkerfið og heilbrigðiskerfið töluðu ekki sama tungumálið. Það sem er á bak við það sem kallað er „atvik“ í dagbók lögreglunnar er oftar en ekki manneskja í kreppu, hrædd, reið, örvæntingarfull eða rugluð. Í augum kerfisins varð hún fljótt „vandamál“ sem þurfti að leysa, ekki manneskja sem þurfti að skilja. Þetta er ekki vegna skeytingarleysis lögreglumanna, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum ekki menntuð eða þjálfuð til að sjá undir yfirborðið. Þegar lögregla kemur á vettvang þar sem einstaklingur er í geðrofi eða sjálfsskaðahættu er álagið gríðarlegt. Þeir sem hafa upplifað slíkar aðstæður vita að engin bók segir þér hvernig á að tala við manneskju sem hefur misst raunveruleikatengsl. Þú getur ekki beitt valdi eða rökhugsun. Þú þarft hjarta, þolinmæði og virðingu. Og það er nákvæmlega það sem ég lærði þegar ég fór sjálfur að starfa á geðdeild. Vinnan á geðsviði var og er án nokkurs vafa besta vinna sem ég hef unnið. Hún umbreytti sýn minni á manneskjuna, á heilbrigðiskerfið og á sjálfan mig. Þar var ekki lengur spurning um að bregðast við, heldur að mæta. Að mæta manneskju þar sem hún er, án dóms og án þess að ætla að „laga“ hana. Það sem virtist áður óskiljanlegt varð allt í einu mannlegt. Reiðin, hræðslan, kvíðinn og þögnin, hafði allt merkingu. Á geðdeildinni lærir maður að lesa það sem ekki er sagt. Maður lærir að þögn getur verið hróp, að bros getur verið gríma og að sakleysi getur falið djúpan sársauka. Maður lærir að traust er ekki sjálfgefið, það er verðmætasta gjöf sem sjúklingur getur gefið. Og maður lærir að styrkur birtist ekki í völdum eða skipunum, heldur í ró, nærveru og samkennd. Ég sá samstarfsfólk á geðsviðinu vinna kraftaverk á hverjum degi, oftast ekki með lyfjum eða lækningatækjum, heldur með hlustun, snertingu, húmor og þrautseigju. Það sem kom mér mest á óvart var hve margir þeirra sem áttu við alvarleg geðræn veikindi að stríða voru í raun með ótrúlega djúpan skilning á mannlegu eðli. Þeir höfðu séð myrkrið, fundið fyrir því á eigin skinni og voru oft með meira innsæi og hlýju en margir heilbrigðir einstaklingar. Þeir kenndu mér að veikindi taka ekki manngildið af neinum. Þvert á móti geta þau afhjúpað kjarnann í því hvað það þýðir að vera manneskja. Þegar ég hugsa til baka sé ég hve ómetanlegt væri ef allir lögreglumenn fengju að upplifa tímabil á geðdeild áður en þeir stíga út á vettvang. Það myndi breyta öllu. Það myndi breyta hvernig við nálgumst fólk í vanda, hvernig við túlkum hegðun og hvernig við forðumst að dæma áður en við skiljum. Það er erfitt að kenna samkennd í kennslustofu, en hún vex í mannlegri nálægð, í því að sitja við rúmstokk, hlusta á mann tala í ringulreið eða sjá augnaráð fyllt ótta og örvæntingu. Ef löggæsla og heilbrigðiskerfi myndu vinna nánar saman, með manninn í miðju, myndi samfélagið allt græða. Lögreglumenn myndu læra að bregðast við með innsæi og virðingu, heilbrigðisstarfsfólk myndi skilja betur aðstæður úti í samfélaginu og saman myndum við byggja brú milli þess sem við köllum „öryggi“ og þess sem við köllum „heilbrigði“. Því í raun eru þetta tvær hliðar á sama peningnum. Það sem ég tók með mér úr starfi mínu á geðsviði er ekki aðeins aukin fagþekking, heldur ný sýn á mannlegt eðli. Ég fór þangað sem fyrrverandi lögreglumaður, en ég kom þaðan sem maður. Ég lærði að það sem fólk þarf mest þegar það er veikt eða í vanda er ekki að vera bjargað, heldur að vera séð. Ég lærði að hjálp er ekki alltaf verknaður, hún er viðvera. Og ég lærði að stundum er besta öryggisráðstöfunin ekki handjárn eða skipun, heldur augnsamband og orð eins og „ég sé þig.“ Það er kominn tími til að við horfum á geðheilbrigðismál ekki sem sérstakt svið innan heilbrigðiskerfisins ,heldur sem spegil á heilsu okkar allra. Við erum öll á einhvers konar rófi, öll með brothætt jafnvægi sem lífið getur raskað. Ef við getum skapað samfélag þar sem við mætum hvert öðru með meiri virðingu, meðvitund og mildi, þá munum við ekki aðeins sjá heilbrigðiskerfið batna, heldur samfélagið sjálft. Vinnan á geðdeild var ekki bara starf, hún var lífsnám. Þar lærði ég hvað raunveruleg þjónusta er eins og að mæta fólki þar sem það er, án skilyrða, án yfirvalds og án hlekkja. Ég vona að einn daginn verði það hluti af menntun allra sem vinna að öryggi annarra. Að læra að sjá hið brothætta sem afl og ekki ógn. Því í raun er það ekki valdið sem gerir okkur sterk, það er skilningurinn. Til hamingju með daginn, öll sömul. Höfundur er mannvinur og kennari.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun