Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar 11. október 2025 07:30 Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Halldór Laxness Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun