Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 10. október 2025 15:16 Ég var algjörlega miður mín að heyra frásagnir mæðranna Ingibjargar og Jóhönnu í vikunni þar sem þær lýstu vægast sagt ömurlegum raunveruleika. Þær eiga það sameiginlegt að eiga fárveik börn sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Það er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Á Íslandi hefur ríkt gjörsamlegt og algert getuleysi til að takast á við vanda barna sem leiðast út í fíkniefnaneyslu, ekki bara í áraraðir heldur í áratugi, sem er með öllu óviðunandi í ríku landi eins og okkar. Nú er meðferðarheimilið Blönduhlíð í Mosfellsbæ búið að opna, tæpu ári eftir að það var þykjustu opnað af fyrri ráðherra. Foreldrar og börn þeirra sem standa frammi fyrir vanda af þessari stærðargráðu eiga betra skilið en svona framkomu og því er mjög mikilvægt að meðferðarheimilið í Gunnarsholti geti opnað á þeim tíma sem nú er rætt um, um áramót. Þar verður langtímameðferð fyrir drengi. Lífshættan er raunveruleg Nú hafa mæður í örvæntingu sinni fundið langtímameðferðarúrræði í Suður Afríku sem er viðráðanlegra í kostnaði heldur en sambærileg meðferðarúrræði í löndunum í kringum okkur, sem eru þrisvar og jafnvel fjórum sinnum dýrari. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að selja ofan af sér heimili fjölskyldunnar til þess að gera þessa mjög svo skiljanlegu tilraun til þess að bjarga barni sínu. Það gefur augaleið að ríkið þarf að hjálpa foreldrum að hjálpa börnum sínum, þau eru í raunverulegri lífshættu á meðan neyslan ræður för. Þetta eru úrlausnarefni dagsins í dag en við verðum að horfa á vandann sem blasir við frá stærra sjónarhorni og spyrja okkur hvað það er sem verður að laga svo börn lendi ekki í þessum gríðarlega stóra vanda. Farsæld sem virkar? Að einhverju leyti er farsældarverkefnið tilraun til þess, þar sem meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. En hver er þessi þjónusta sem á að veita? Í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna segir að farsældarþjónusta sé öll þjónusta sem mælt er fyrir um í lögum að sé veitt á vegum ríkis eða sveitarfélaga og á þátt í að efla og/eða tryggja farsæld barns. Farsældarþjónusta nær frá grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og/eða foreldrum til frekari stigskiptrar einstaklingsbundinnar þjónustu, m.a. á sviði menntamála, heilbrigðismála, löggæslu, félagsþjónustu og barnaverndar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á innleiðingu og framkvæmd þessara laga (nr. 86/2021) um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Úttektin beinist meðal annars að því hvernig innleiðingu hefur miðað, hvernig stjórnvöld hyggjast leggja mat á og mæla árangurinn, hverjar helstu áskoranir hafa verið við innleiðingu og framkvæmd og hvort og þá hvers vegna einhverjir hópar barna hafi minna aðgengi að samþættri farsældarþjónustu en aðrir. Ég fagna þessu frumkvæði Ríkisendurskoðunar því það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar fram. Úttektin verður unnin í vetur og kemur vonandi til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áður en þessu þingi lýkur. Getum við gert betur? Ég held að við séum komin á þann stað að hver einasta stofnun, félagasamtök, íþróttafélög og aðrir sem vinna með börnum verði að líta inn á við og velta fyrir sér hvað erum við að gera til þess að koma í veg fyrir að börn þrói með sér svo stóran vanda og spyrja svo: Getum við gert betur? Hvað getum við sem samfélag gert til þess að hjálpa börnum að finna sína styrkleika, líða vel og upplifa sig sem mikilvægan hluta af samfélaginu? Hvernig getum við sem vinnum á einhvern hátt með eða fyrir börn búið til jarðveg svo öll börn geti blómstrað, líka þau sem þurfa annars konar ræktun? Ég er með ýmsar hugmyndir sjálf sem byggja á minni eigin reynslu og þekkingu, ýmist persónulegar og/eða faglegar, og ætla að leggja þær fram. Ég hvet þig til að hugsa líka hvað þú gætir mögulega haft fram að færa í þessum málum, ég tek glöð á móti hugmyndum, við þurfum allar hendur á dekk. Það má segja að ég byggi mínar hugmyndir annars vegar á eigin reynslu af því að vera stóra systir Knúts bróður míns sem því miður fetaði þessa leið og lét lífið 24 ára eftir að hafa verið í neyslu, setið í fangelsi og farið með okkur fjölskyldunni í gegnum þennan ömurlega rússíbana vonar og vonbrigða. Rússíbana sem öll fjölskyldan sest upp í um leið og halla fer undan fæti hjá barni sem fetar þessa braut og kemst með engu móti út úr honum fyrr en barnið fær annaðhvort varanlega lausn sinna mála eða rússíbaninn hreinlega fer út af teinunum og brotlendir með hræðilegum afleiðingum fyrir alla. Hins vegar byggja hugmyndir mínar á þeirri þekkingu að það séu til verkefni sem fá fólk á öllum aldri og ekki síst unga fólkið okkar til þess að uppgötva eigin styrkleika og finna til síns máttar. Vannýtt tækifæri Hvað er ég að tala um? Jú list- og verkgreinar, sem því miður eru oft afgangsstærð í skólum en á sama tíma stundum eini staðurinn þar sem börn sem finna sig ekki vel í skólakerfinu njóta sín. Hvort er mikilvægara að kenna unglingi sem er búinn að missa áhugann á náminu vegna einhvers konar vanlíðanar eðlisfræði eða leyfa viðkomandi að vera lengur í smíðastofunni? Hanna og búa til hluti í 3D prentara, spila á hljóðfæri, mála mynd o.s.frv. Ég held að við séum í grunnin öll sammála um að það mikilvægasta sé að halda börnum í virkni, hjálpa þeim að uppgötva sína styrkleika og beina þeim áfram á rétta braut þar sem þessir styrkleikar fá að njóta sín. Þetta á líka við um börn í yngstu bekkjum skólanna og ég held í því samhengi að tíminn sem þau eyða í frístund eftir hádegi gæti í mörgum tilfellum verið mun betur nýttur í nám, sem getur líka verið í gegnum leik og nýta listgreinastofur sem flestar standa þá tómar. Reynum að skilja þessa krakka og hjálpa þeim Í listgreinastofum er tilvalið að halda ákveðnum hluta hugans við efnið í verklegri þjálfun og þá er á sama tíma mögulega líka móttakari fyrir því að hlusta á námsefni á meðan, til dæmis lesefnið fyrir íslensku-, ensku- eða náttúrufræðitímann. Það er vel þekkt að börn með ADHD eigi auðveldara með að taka á móti upplýsingum á sama tíma og þau eru að gera eitthvað annað. Ég er til dæmis alltaf með tónlist í eyrunum þegar ég þarf að einbeita mér, það er þannig núna þegar ég er að skrifa þessa grein og líka á meðan ég les skýrslur, annars er útilokað fyrir mig að ná einbeitningu. Við þurfum að skilja þessa krakka og hjálpa þeim. Það er kominn tími til að hugsa út fyrir rammann. Vonandi eru margir þegar að því en dæmin sýna að við þurfum að gera betur. Um leið og barn upplifir árangur af því sem það er að gera, fær jafnvel hrós fyrir afurð sem það hefur búið til þá getur það smitað yfir á aðra fleti náms. Barnið upplifir aukið sjálfsöryggi sem það tekur með sér í aðrar aðstæður í lífinu. Þar fyrir utan þá er það einfaldlega þannig að skapandi greinar eru sístækkandi atvinnugrein, í raun orðin fjórða stoð atvinnulfís hér á landi. Með því að gefa þessum skapandi hugum meira pláss í skapandi rýmum þá erum við að undirbúa þau fyrir raunverulegt atvinnulíf. Kvikmyndagerð, tölvuleikjagerð, tónlistarsköpun, arkitektúr, leiklist, myndlist og svona mætti lengi telja. Við erum líka með dæmi um góð verkefni eins og Skrekk, Skjálfta og Fiðring þar sem nemendum gefst tækifæri til að taka þátt í löngu og þéttu skapandi ferli þar sem þarf að manna allar stöður. Ekki aðeins þau sem koma fram á sviði heldur líka hljóð, ljós, grafík, förðun, búningahönnun og öll þau mikilvægu störf sem þarf að vinna svo sýning lifni við. Við þurfum að tryggja að öll börn á landinu fái tækifæri eins og þessi. Félagsmiðstöðvar eru líka mjög mikilvægur vettvangur og á mörgum stöðum fer fram virkilega meðvitað og gott starf en víða er tækifæri til að gera mun betur. Búum til sterkari keðju, saman Öflugar list- og verkgreinar í skólastarfi er einn hlekkur í langri keðju sem við þurfum að laga til þess að grípa börnin áður en illa fer. Í raun trúi ég því að við þurfum að byrja að byrgja þennan brunn áður en börnin koma í heiminn með því að styðja við tilvonandi foreldra sem sum hver eru að fara að takast á við þetta mikilvæga hlutverk án þess að vera búin að vinna úr áföllum og erfiðleikum úr sinni eigin æsku. Við þurfum að finna út úr því hvaða hlekkir í keðjunni þurfa að vera sterkari og gera við þá, hratt og vel. Það er löngu kominn tími til að laga þessi mál í eitt skipti fyrir öll og örugglega auðveldara að segja það en gera, en það er einfaldlega ekkert annað í boði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Fíkn Börn og uppeldi Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég var algjörlega miður mín að heyra frásagnir mæðranna Ingibjargar og Jóhönnu í vikunni þar sem þær lýstu vægast sagt ömurlegum raunveruleika. Þær eiga það sameiginlegt að eiga fárveik börn sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Það er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Á Íslandi hefur ríkt gjörsamlegt og algert getuleysi til að takast á við vanda barna sem leiðast út í fíkniefnaneyslu, ekki bara í áraraðir heldur í áratugi, sem er með öllu óviðunandi í ríku landi eins og okkar. Nú er meðferðarheimilið Blönduhlíð í Mosfellsbæ búið að opna, tæpu ári eftir að það var þykjustu opnað af fyrri ráðherra. Foreldrar og börn þeirra sem standa frammi fyrir vanda af þessari stærðargráðu eiga betra skilið en svona framkomu og því er mjög mikilvægt að meðferðarheimilið í Gunnarsholti geti opnað á þeim tíma sem nú er rætt um, um áramót. Þar verður langtímameðferð fyrir drengi. Lífshættan er raunveruleg Nú hafa mæður í örvæntingu sinni fundið langtímameðferðarúrræði í Suður Afríku sem er viðráðanlegra í kostnaði heldur en sambærileg meðferðarúrræði í löndunum í kringum okkur, sem eru þrisvar og jafnvel fjórum sinnum dýrari. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að selja ofan af sér heimili fjölskyldunnar til þess að gera þessa mjög svo skiljanlegu tilraun til þess að bjarga barni sínu. Það gefur augaleið að ríkið þarf að hjálpa foreldrum að hjálpa börnum sínum, þau eru í raunverulegri lífshættu á meðan neyslan ræður för. Þetta eru úrlausnarefni dagsins í dag en við verðum að horfa á vandann sem blasir við frá stærra sjónarhorni og spyrja okkur hvað það er sem verður að laga svo börn lendi ekki í þessum gríðarlega stóra vanda. Farsæld sem virkar? Að einhverju leyti er farsældarverkefnið tilraun til þess, þar sem meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. En hver er þessi þjónusta sem á að veita? Í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna segir að farsældarþjónusta sé öll þjónusta sem mælt er fyrir um í lögum að sé veitt á vegum ríkis eða sveitarfélaga og á þátt í að efla og/eða tryggja farsæld barns. Farsældarþjónusta nær frá grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og/eða foreldrum til frekari stigskiptrar einstaklingsbundinnar þjónustu, m.a. á sviði menntamála, heilbrigðismála, löggæslu, félagsþjónustu og barnaverndar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á innleiðingu og framkvæmd þessara laga (nr. 86/2021) um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Úttektin beinist meðal annars að því hvernig innleiðingu hefur miðað, hvernig stjórnvöld hyggjast leggja mat á og mæla árangurinn, hverjar helstu áskoranir hafa verið við innleiðingu og framkvæmd og hvort og þá hvers vegna einhverjir hópar barna hafi minna aðgengi að samþættri farsældarþjónustu en aðrir. Ég fagna þessu frumkvæði Ríkisendurskoðunar því það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar fram. Úttektin verður unnin í vetur og kemur vonandi til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áður en þessu þingi lýkur. Getum við gert betur? Ég held að við séum komin á þann stað að hver einasta stofnun, félagasamtök, íþróttafélög og aðrir sem vinna með börnum verði að líta inn á við og velta fyrir sér hvað erum við að gera til þess að koma í veg fyrir að börn þrói með sér svo stóran vanda og spyrja svo: Getum við gert betur? Hvað getum við sem samfélag gert til þess að hjálpa börnum að finna sína styrkleika, líða vel og upplifa sig sem mikilvægan hluta af samfélaginu? Hvernig getum við sem vinnum á einhvern hátt með eða fyrir börn búið til jarðveg svo öll börn geti blómstrað, líka þau sem þurfa annars konar ræktun? Ég er með ýmsar hugmyndir sjálf sem byggja á minni eigin reynslu og þekkingu, ýmist persónulegar og/eða faglegar, og ætla að leggja þær fram. Ég hvet þig til að hugsa líka hvað þú gætir mögulega haft fram að færa í þessum málum, ég tek glöð á móti hugmyndum, við þurfum allar hendur á dekk. Það má segja að ég byggi mínar hugmyndir annars vegar á eigin reynslu af því að vera stóra systir Knúts bróður míns sem því miður fetaði þessa leið og lét lífið 24 ára eftir að hafa verið í neyslu, setið í fangelsi og farið með okkur fjölskyldunni í gegnum þennan ömurlega rússíbana vonar og vonbrigða. Rússíbana sem öll fjölskyldan sest upp í um leið og halla fer undan fæti hjá barni sem fetar þessa braut og kemst með engu móti út úr honum fyrr en barnið fær annaðhvort varanlega lausn sinna mála eða rússíbaninn hreinlega fer út af teinunum og brotlendir með hræðilegum afleiðingum fyrir alla. Hins vegar byggja hugmyndir mínar á þeirri þekkingu að það séu til verkefni sem fá fólk á öllum aldri og ekki síst unga fólkið okkar til þess að uppgötva eigin styrkleika og finna til síns máttar. Vannýtt tækifæri Hvað er ég að tala um? Jú list- og verkgreinar, sem því miður eru oft afgangsstærð í skólum en á sama tíma stundum eini staðurinn þar sem börn sem finna sig ekki vel í skólakerfinu njóta sín. Hvort er mikilvægara að kenna unglingi sem er búinn að missa áhugann á náminu vegna einhvers konar vanlíðanar eðlisfræði eða leyfa viðkomandi að vera lengur í smíðastofunni? Hanna og búa til hluti í 3D prentara, spila á hljóðfæri, mála mynd o.s.frv. Ég held að við séum í grunnin öll sammála um að það mikilvægasta sé að halda börnum í virkni, hjálpa þeim að uppgötva sína styrkleika og beina þeim áfram á rétta braut þar sem þessir styrkleikar fá að njóta sín. Þetta á líka við um börn í yngstu bekkjum skólanna og ég held í því samhengi að tíminn sem þau eyða í frístund eftir hádegi gæti í mörgum tilfellum verið mun betur nýttur í nám, sem getur líka verið í gegnum leik og nýta listgreinastofur sem flestar standa þá tómar. Reynum að skilja þessa krakka og hjálpa þeim Í listgreinastofum er tilvalið að halda ákveðnum hluta hugans við efnið í verklegri þjálfun og þá er á sama tíma mögulega líka móttakari fyrir því að hlusta á námsefni á meðan, til dæmis lesefnið fyrir íslensku-, ensku- eða náttúrufræðitímann. Það er vel þekkt að börn með ADHD eigi auðveldara með að taka á móti upplýsingum á sama tíma og þau eru að gera eitthvað annað. Ég er til dæmis alltaf með tónlist í eyrunum þegar ég þarf að einbeita mér, það er þannig núna þegar ég er að skrifa þessa grein og líka á meðan ég les skýrslur, annars er útilokað fyrir mig að ná einbeitningu. Við þurfum að skilja þessa krakka og hjálpa þeim. Það er kominn tími til að hugsa út fyrir rammann. Vonandi eru margir þegar að því en dæmin sýna að við þurfum að gera betur. Um leið og barn upplifir árangur af því sem það er að gera, fær jafnvel hrós fyrir afurð sem það hefur búið til þá getur það smitað yfir á aðra fleti náms. Barnið upplifir aukið sjálfsöryggi sem það tekur með sér í aðrar aðstæður í lífinu. Þar fyrir utan þá er það einfaldlega þannig að skapandi greinar eru sístækkandi atvinnugrein, í raun orðin fjórða stoð atvinnulfís hér á landi. Með því að gefa þessum skapandi hugum meira pláss í skapandi rýmum þá erum við að undirbúa þau fyrir raunverulegt atvinnulíf. Kvikmyndagerð, tölvuleikjagerð, tónlistarsköpun, arkitektúr, leiklist, myndlist og svona mætti lengi telja. Við erum líka með dæmi um góð verkefni eins og Skrekk, Skjálfta og Fiðring þar sem nemendum gefst tækifæri til að taka þátt í löngu og þéttu skapandi ferli þar sem þarf að manna allar stöður. Ekki aðeins þau sem koma fram á sviði heldur líka hljóð, ljós, grafík, förðun, búningahönnun og öll þau mikilvægu störf sem þarf að vinna svo sýning lifni við. Við þurfum að tryggja að öll börn á landinu fái tækifæri eins og þessi. Félagsmiðstöðvar eru líka mjög mikilvægur vettvangur og á mörgum stöðum fer fram virkilega meðvitað og gott starf en víða er tækifæri til að gera mun betur. Búum til sterkari keðju, saman Öflugar list- og verkgreinar í skólastarfi er einn hlekkur í langri keðju sem við þurfum að laga til þess að grípa börnin áður en illa fer. Í raun trúi ég því að við þurfum að byrja að byrgja þennan brunn áður en börnin koma í heiminn með því að styðja við tilvonandi foreldra sem sum hver eru að fara að takast á við þetta mikilvæga hlutverk án þess að vera búin að vinna úr áföllum og erfiðleikum úr sinni eigin æsku. Við þurfum að finna út úr því hvaða hlekkir í keðjunni þurfa að vera sterkari og gera við þá, hratt og vel. Það er löngu kominn tími til að laga þessi mál í eitt skipti fyrir öll og örugglega auðveldara að segja það en gera, en það er einfaldlega ekkert annað í boði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun