Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2025 11:01 Elliði Vignisson segir vinstrimenn síðri í því að kunna að taka bröndurum. Vísir/Anton Brink Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist hafa fengið líflátshótun átján mínútum eftir að hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Magga Stína væri búin að tryggja frið á Gasa. Hann segir dæmið sýna að móðgunargirni hafi orðið að dyggð í því sem hann kallar „vókíska menningu vinstrimanna.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein hans á Vísi. Þar gerir Elliði færslu sína um listakonuna og aktívistann Möggu Stínu, sem var þar til rétt nýverið í haldi Ísraelsmanna, að umtalsefni og viðbrögð við henni. Í færslunni skrifaði Elliði: „Þá er Magga Stína búin að tryggja frið á Gasa. Ætli við getum fengið hana til að kíkja á Daða Má upp í fjármálaráðuneyti þegar hún kemur heim?“ Segir hugmyndafræðilega tilhneigingu tengjast minna þoli fyrir húmor Í grein sinni á Vísi segir Elliði að það hafi svo verið eins og við manninn mælt. „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna og vinstri sinnaðir vókistar kepptust við að fordæma þennan „ósmekklega“, „óviðeigandi“ og „ófyndna“ status. Fyndnast þótti mér þegar ein sendi mér þetta: „Djöfull ertu ömulega (sic) viðbjóðslegur að vera svona ókurteis við Möggu Stínu.“ „Eitt af því sem vókisminn færði okkur var fordæmingin á grín. Þjóðin sem eitt sinn veltist um af hlátri þegar Spaugstofan hæddist að biskupnum hikar nú við að brosa að bröndurum um kommúnista. Lífsseig kómedía tvíhöfða, rasískur undirtónn næturvaktarinnar og ódauðlegir frasar Svínasúpunnar valda samviskubiti. Gerð er krafa um að grínistarnir biðjist afsökunar á þeim afglöpum að hafa sagt þessa „smættandi“ brandara.“ Nokkur ummæli við færslu Elliða: - Það lekur af þér eineltið. Ekkert nýtt annars. - Lítilmenni gera svona Elliði.. - Mikið er þetta ósmekklega sagt hjá þér Elliði Vignisson - Kæri Elliði, þú ert stærri en þetta Elliði segir að grín hafi fyrir skömmu verið tæki til að segja það sem ekki mátti segja beint, hafi verið ventill sálarinnar og samfélagsins, leið til þess að losa um spennu, ögra, sýna ósamræmið milli orða og verka. Í dag sé sá ventill að hverfa og segir Elliði hann stíflaðan af vókisma. Hver brandari þurfi að standast siðferðislegt próf, ef einhver geti mögulega móðgast sé brandarinn fordæmdur. „Einhverjir kunna að halda að hér sé um óljósa tilfinningu að ræða eða nostalgíu „miðaldra hvíts karls í forréttinda stöðu“. Fræðin staðfesta hinsvegar að ákveðin hugmyndafræðileg tilhneiging tengist minna þoli fyrir húmor. Vinstrisinnaðir vókistar þola húmor einfaldlega verr. Í krafti sinnar allt umlykjandi yfirburðargæsku telja þau sig þess umkomin að leiðbeina um hvað er leyfilegt grín og hvað ekki.“ Vinstrimenn kunni síður að hlæja Hann segir SAGE rannsókn frá 2022 sýna að þeir sem helst samsvari sig við woke-menningu, vinstrimenn, hafi verið mun líklegri til að skynja brandara sem móðgandi. Íhaldssamir hægrimenn hafi tekið gríni léttara, hlegið og haft gaman af. „Þetta þýðir í einföldu máli: Hversu fyndið þér þykir eitthvað er ekki alltaf bara smekksatriði, það er stundum til marks um hvar þú stendur í pólitík. Þeir sem byggja sjálfsmynd sína á því að sjá og finna óréttlæti eru líklegri til að upplifa grín sem árás. Þeir sem sjá heiminn sem frjálsa samkeppni ögrandi og skapandi hugmynda eru líklegri til að taka gríni sem gríni.“ Hann segir í slíkri „vókískri menningu“ vinstrimanna hafi móðgunargirni orðið að dyggð, að verða móðgaður sýni að viðkomandi sé meðvitaður, sé góð manneskja ef honum takist að móðgast fyrir hönda annarra. Hann segir dæmi um slíkt hér heima. „Til dæmis þegar grínistinn Sveppi gerði grín að sprautufíkli árið 2019 og uppskar móðgunarbylgju úr vók áttinni. Úr sömu átt er gagnrýni á gamlan brandara Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar um „snjalla móngólítann“ og svartur húmor Hugleiks Dagssonar þar sem grín er til dæmis gert að fötluðum. Ekki má gleyma kröfu um að þingmenn geri ekki að gamni sínu eins og þegar Jens Garðar Helgason þingmaður sagðist gjarnan fá sér köku og skella sér svo í magaermi og hlaut fyrir vikið gagnrýni frá formanni samtaka fólks með offitu sem benti á að offita væri ekkert til að grínast með.“ Hann segir húmor sem eitt sinn hafa verið notaðan til að gera grín að valdi, sé nú talinn árás á „viðkvæma hópa.“ „Þannig er hægt að gera grín að hvítum en ekki svörtum. Að körlum en ekki konum. Að vöðvastæltum en ekki feitum. Að innlendum en ekki innflytjendum. Að Sigmundi Davíð en ekki Möggu Stínu. Listi vókista um það sem ekki má er langur.“ Elliði segir þurfa hugrekki til að hlæja og spyr hvort einhver muni eftir gamanmynd frá Sovéttíma Stalíns? „Vandamálið er að þegar þú útilokar húmor sem getur móðgað, útilokar þú líka húmor sem getur grætt. Húmor er nefnilega gjarnan spegilmynd sársauka, og stundum eina leiðin til að takast á við hann.“ Þakkar þeim sem ekki hafi beygt sig „Það þarf hugrekki til að hlæja. Það þarf enn meira hugrekki til að segja brandara sem ögra. Við eigum þeim grínistum sem ekki hafa beygt sig í duftið fyrir vókismanum mikið að þakka. Til að nefna einhverja vil ég nefna Sveppa, Hugleik Dagsson og Jón Gnarr. Ég vil líka þakka fjölmiðlamönnum eins og Stefáni Einari og Jakobi Bjarnari fyrir hið sama þótt það komi úr aðeins annarri átt. Þá eiga þingmenn eins og Jens Garðar, Sigmundur Davíð og Inga Sæland hrós skilið fyrir að láta það eftir sér að hafa gaman, segja brandara og gera grín að sjálfum sér og öðrum,“ skrifar Elliði. „Húmor krefst þess að við viðurkennum að við erum öll mannleg, og stundum fáránleg. Það er í lagi að gera grín, líka þegar aðrir velja að móðgast. Ef vókisminn nær tökum þá takmörkum við hláturinn, og með honum, hluta af mennskunni.“ Grín og gaman Menning Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Ölfus Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein hans á Vísi. Þar gerir Elliði færslu sína um listakonuna og aktívistann Möggu Stínu, sem var þar til rétt nýverið í haldi Ísraelsmanna, að umtalsefni og viðbrögð við henni. Í færslunni skrifaði Elliði: „Þá er Magga Stína búin að tryggja frið á Gasa. Ætli við getum fengið hana til að kíkja á Daða Má upp í fjármálaráðuneyti þegar hún kemur heim?“ Segir hugmyndafræðilega tilhneigingu tengjast minna þoli fyrir húmor Í grein sinni á Vísi segir Elliði að það hafi svo verið eins og við manninn mælt. „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna og vinstri sinnaðir vókistar kepptust við að fordæma þennan „ósmekklega“, „óviðeigandi“ og „ófyndna“ status. Fyndnast þótti mér þegar ein sendi mér þetta: „Djöfull ertu ömulega (sic) viðbjóðslegur að vera svona ókurteis við Möggu Stínu.“ „Eitt af því sem vókisminn færði okkur var fordæmingin á grín. Þjóðin sem eitt sinn veltist um af hlátri þegar Spaugstofan hæddist að biskupnum hikar nú við að brosa að bröndurum um kommúnista. Lífsseig kómedía tvíhöfða, rasískur undirtónn næturvaktarinnar og ódauðlegir frasar Svínasúpunnar valda samviskubiti. Gerð er krafa um að grínistarnir biðjist afsökunar á þeim afglöpum að hafa sagt þessa „smættandi“ brandara.“ Nokkur ummæli við færslu Elliða: - Það lekur af þér eineltið. Ekkert nýtt annars. - Lítilmenni gera svona Elliði.. - Mikið er þetta ósmekklega sagt hjá þér Elliði Vignisson - Kæri Elliði, þú ert stærri en þetta Elliði segir að grín hafi fyrir skömmu verið tæki til að segja það sem ekki mátti segja beint, hafi verið ventill sálarinnar og samfélagsins, leið til þess að losa um spennu, ögra, sýna ósamræmið milli orða og verka. Í dag sé sá ventill að hverfa og segir Elliði hann stíflaðan af vókisma. Hver brandari þurfi að standast siðferðislegt próf, ef einhver geti mögulega móðgast sé brandarinn fordæmdur. „Einhverjir kunna að halda að hér sé um óljósa tilfinningu að ræða eða nostalgíu „miðaldra hvíts karls í forréttinda stöðu“. Fræðin staðfesta hinsvegar að ákveðin hugmyndafræðileg tilhneiging tengist minna þoli fyrir húmor. Vinstrisinnaðir vókistar þola húmor einfaldlega verr. Í krafti sinnar allt umlykjandi yfirburðargæsku telja þau sig þess umkomin að leiðbeina um hvað er leyfilegt grín og hvað ekki.“ Vinstrimenn kunni síður að hlæja Hann segir SAGE rannsókn frá 2022 sýna að þeir sem helst samsvari sig við woke-menningu, vinstrimenn, hafi verið mun líklegri til að skynja brandara sem móðgandi. Íhaldssamir hægrimenn hafi tekið gríni léttara, hlegið og haft gaman af. „Þetta þýðir í einföldu máli: Hversu fyndið þér þykir eitthvað er ekki alltaf bara smekksatriði, það er stundum til marks um hvar þú stendur í pólitík. Þeir sem byggja sjálfsmynd sína á því að sjá og finna óréttlæti eru líklegri til að upplifa grín sem árás. Þeir sem sjá heiminn sem frjálsa samkeppni ögrandi og skapandi hugmynda eru líklegri til að taka gríni sem gríni.“ Hann segir í slíkri „vókískri menningu“ vinstrimanna hafi móðgunargirni orðið að dyggð, að verða móðgaður sýni að viðkomandi sé meðvitaður, sé góð manneskja ef honum takist að móðgast fyrir hönda annarra. Hann segir dæmi um slíkt hér heima. „Til dæmis þegar grínistinn Sveppi gerði grín að sprautufíkli árið 2019 og uppskar móðgunarbylgju úr vók áttinni. Úr sömu átt er gagnrýni á gamlan brandara Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar um „snjalla móngólítann“ og svartur húmor Hugleiks Dagssonar þar sem grín er til dæmis gert að fötluðum. Ekki má gleyma kröfu um að þingmenn geri ekki að gamni sínu eins og þegar Jens Garðar Helgason þingmaður sagðist gjarnan fá sér köku og skella sér svo í magaermi og hlaut fyrir vikið gagnrýni frá formanni samtaka fólks með offitu sem benti á að offita væri ekkert til að grínast með.“ Hann segir húmor sem eitt sinn hafa verið notaðan til að gera grín að valdi, sé nú talinn árás á „viðkvæma hópa.“ „Þannig er hægt að gera grín að hvítum en ekki svörtum. Að körlum en ekki konum. Að vöðvastæltum en ekki feitum. Að innlendum en ekki innflytjendum. Að Sigmundi Davíð en ekki Möggu Stínu. Listi vókista um það sem ekki má er langur.“ Elliði segir þurfa hugrekki til að hlæja og spyr hvort einhver muni eftir gamanmynd frá Sovéttíma Stalíns? „Vandamálið er að þegar þú útilokar húmor sem getur móðgað, útilokar þú líka húmor sem getur grætt. Húmor er nefnilega gjarnan spegilmynd sársauka, og stundum eina leiðin til að takast á við hann.“ Þakkar þeim sem ekki hafi beygt sig „Það þarf hugrekki til að hlæja. Það þarf enn meira hugrekki til að segja brandara sem ögra. Við eigum þeim grínistum sem ekki hafa beygt sig í duftið fyrir vókismanum mikið að þakka. Til að nefna einhverja vil ég nefna Sveppa, Hugleik Dagsson og Jón Gnarr. Ég vil líka þakka fjölmiðlamönnum eins og Stefáni Einari og Jakobi Bjarnari fyrir hið sama þótt það komi úr aðeins annarri átt. Þá eiga þingmenn eins og Jens Garðar, Sigmundur Davíð og Inga Sæland hrós skilið fyrir að láta það eftir sér að hafa gaman, segja brandara og gera grín að sjálfum sér og öðrum,“ skrifar Elliði. „Húmor krefst þess að við viðurkennum að við erum öll mannleg, og stundum fáránleg. Það er í lagi að gera grín, líka þegar aðrir velja að móðgast. Ef vókisminn nær tökum þá takmörkum við hláturinn, og með honum, hluta af mennskunni.“
Nokkur ummæli við færslu Elliða: - Það lekur af þér eineltið. Ekkert nýtt annars. - Lítilmenni gera svona Elliði.. - Mikið er þetta ósmekklega sagt hjá þér Elliði Vignisson - Kæri Elliði, þú ert stærri en þetta
Grín og gaman Menning Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Ölfus Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira