Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. október 2025 07:18 Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun