Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. október 2025 07:18 Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun