Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar 10. október 2025 08:45 Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun