Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2025 08:32 Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun