Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. október 2025 15:23 Diljá Mist skoraði á ráðherra barnamála og heilbrigðismála. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo. Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo.
Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira