„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Vísir Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael. Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira