Innlent

Tvö ár liðin frá á­rásum Hamas og al­var­legt rútuslys á Snæ­fells­nesi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en í dag eru tvö ár liðin frá því Hamas-liðar gerðu blóðugar árásir á Ísrael, myrtu um tólfhundruð manns og tóku 251 í gíslingu.

Í framhaldinu hófst hernaður Ísraela á Gasa sem hefur staðið linnulaust síðan með ógnvænlegu mannfalli úr röðum almennra borgara. 

Við ræðum við alþjóðastjórnmálafræðing um stöðuna og mögulegar lausnir.

Einnig fjöllum við um rútuslysið sem varð á Snæfellsnesi í gær þar sem á fimmta tug ferðamanna voru um borð í rútu sem valt og endaði á hvolfi utanvegar.

Þá heyrum við raunasögu tveggja mæðra sem eru afar ósáttar við meðferðakerfið hér á landi og hafa gripið til þess örþrifaráðs að senda syni sína til Suður-Afríku til meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×