Innlent

Risaskuld, nýr flokkur og á­heyrnar­prufur hunda

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni.

Samtökin Ísland þvert á flokka hafa stofnað stjórnmálaflokk sem nefnist Okkar borg og mun bjóða fram lista í sveitastjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Flokkurinn vill herða tökin í útlendingamálum og stöðva hinseginfræðslu í skólum. Við ræðum við einn forsprakka framboðsins í beinni.

Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Við hittum framkvæmdastjóra sem segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma

Þá kíkjum við í nokkurs konar áheyrnaprufu hunda fyrir vinaverkefni Rauða krossins og verðum í beinni frá einvígi í götudansi. Í Sportpakkanum hittum við leikmann Víkings sem hefur verið í liðinu þegar það hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og í Íslandi í dag kíkjum við í Þjóðleikhúsið og kynnumst Línu langsokk sem virðist hafa heillað landsmenn upp úr skónum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×